Flug og flugmiðar til Austurríkis

Austurríki er bæði fallegt og vinsælt ferðamannaland allan ársins hring. Alparnir bjóða uppá óendanlega möguleika til iðkunar vetraríþrótta og yfir sumartímann eru það mest náttúruunnendur, göngufólk og söguunnendur sem eru á ferðinni.
Í borgum og bæjum landsins eins og í höfuðborginni Vín og í borginni Salzburg þar sem Wolfgang Amadeus Moozart var fæddur eru bæði tónleikar og óperur ásamt ýmsum öðrum menningarviðburðum.
Austurríki liggur að 8 löndum sem eru Liechtenstein og Sviss í vestri, Ítalía og Slóvenía í suðri, Ungverjaland og Slóvakía í austri og Þýskaland og Tékkland í norðri. Hægt er að skipta landinu gróflega niður í 5 jarðfræðilega hluta sem eru: Alpafjöllin sem þekja rúmlega 60% landsins, Bæheimskógur, Dónárdalurinn, Vínarundirlendið og Pannóníska sléttan í suðaustri. Austurríki er mikið fjallaland og er hæsta fjallið Grossglockner 3.798 m hátt. Alpafjöllin liggja eftir endilöngu landinu frá vestri til austurs. Þýska er opinbert tungumál í Austurríki.

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Austurríkis

Innsbruck
Innsbruck

Innsbruck er höfuðborgin í Tyrol sem er án efa ævintýralegasta svæðið í Austurríki. Í kringum borgina er stórbrotin náttúra þar sem há og tignarleg fjöllin mynda fallegan bakgrunn um borgina. Ódýr flug til Austurríkis hjá okkur. Flug og flugmiðar til Austrurríkis og Innbruck á Ticket2Travel.is

Salzburg
Salzburg

Salzburg líkist einna helst ævintýri eins og þú ýmindar þér Austurríki með fljótið Salzach sem rennur um fallegt fjallasvæðið og um gamla bæinn sem geymir vel varðveittan barok arkitektúr. Ticket2Travel.is finnur ódýra flugmiða til Austurríkis.

Vínarborg
Vínarborg

Vínarborg er höfuðborg Austurríkis og liggur við fljótið Dóná austarlega í landinu. Borgin er með fallegri borgum í Evrópu, hér er að finna glæsilegar byggingar. Ticket2Travel.is leitar af flugleiðum og verðum með öllum flugfélögum sem flúga til Vínarborgar.

shade