Flugmiðar og ferðir til Hanoi
Hanoi er höfuðborg Vietnams og er næststærsta borgin og hýsir ca. 3,5 milljónir íbúa. Borgin er staðsett við Rauða fljótið og er þægileg borg með mörg einkenni frá Frakklandi eins og lágreistar byggingar í frönskum nýlendustíl, breiðum götum og kaffihús sem bjóða uppá café au lait og croissant. Miðbærinn í Hanoi er í kringum vatnið Hoan Kiem þar sem fólk hittist á morgnana áður en „borgin vaknar“ og gerið hið hefðbundna Tai Chi morgunleikfimi. Síðan myndast meira líf við vatnið eftir því sem lengra líður á daginn, hér eru sölumenn að selja ýmiskonar varning eins og póstkort og minjagripi, vietnamskar stelpur með fullar körfur af grænmeti sem eru á leið á markaðinn og ógrynni af hjólataxa.
En borgin býður einnig uppá mikið af áhugaverðum stöðum, hér eru hof, hallir og markaðir sem setja svip á borgarmyndina og gamla hverfið sem er norður af Hoan Kiem vatninu er áhugavert að upplifa.
Gamla hverfið
Gamla hverfið geymir meira en þúsund ára gamla sögu og það er gaman að rölta um þröngar götur þar sem hægt er að kaupa nær allt. Hér eru götur þar sem aðeins eru seldir skór, aðrar götur þar sem aðeins eru seld blóm og enn aðrar þar sem aðeins er hægt að kaupa leður. Það er því mjög auðvelt að finna þann hlut sem maður leitar af.
Ho Chi Minh Minnisvarðinn
Ho Chi Minh óskaði eftir því, að við dauða sinn vildi hann verða brenndur og að askan yrði dreyfð yfir allt Vietnam. Ekki varð við ósk hans en hægt er að upplifa hann á Ho Chi Minh Masouleet þar sem jarðneskar leifar hans eru til sýnis í glerkistu í grafhýsi sem byggt hefur verið yfir hann.
One Pillar Pagoda
Nálægt Ho Chi Minh minnisvaðanum / grafhýsinu, er hin fræga One Pillar Pagoda. Þetta fallega hof var byggt af Ly Thai Thong keisara sem ríkti frá árinu 1028 – 1054. Hofið líkist lotusblómi, sem er tákn fyrir hreinleika og er byggt í tré og stendur í miðju lotusvatni á aðeins einum steinstólpa. Samkvæmt goðsögninni var hofið byggt í þakklæti við Gyðju miskunseminnar. En keisarinn dreymdi hana sitjandi á lotusblómi og rétti hún fram lítinn dreng. Skömmu eftir drauminn giftist konungurinn bóndastelpu sem ól honum dreng eins og hann hafði dreymt um.
