Ferðir og flugmiðar til Ha Long Bay

Það er ævintýralega fallegt við Halong Bay flóann, algjört meistaraverk af náttúrunnar hendi í norð austur hluta Vietnam. Hér er sjórinn sléttur og fallega grænn á litinn og þúsundir af kalksteinsklettum rísa upp úr sjónum. Mikið af þessum kalksteinsklettum eru með mjög sérstaka lögun og hafa fengið ýmis helg nöfn eða nöfn eftir lögun þeirra eins og svanakletturinn eða froskakletturinn. Það eru einnig margir hellar innanum alla þessa kalksteinskletta með fallegum dropasteinum sem náttúran hefur formað og er upplagt að sigla um þetta fallega svæði í bát eða kajak og njóta alls þess sem náttúran hefur uppá að bjóða. Árið 1994 flokkaði UNESCO Ha Long flóann í World Heritage Site.

Goðsögnin um Ha Long

Ha Long þýðir „drekinn sem fer niður í vatnið“ og kemur frá goðsögninni um gamlan og stóran dreka sem bjó í fjöllunum. Eitt sinn hljóp hann niður að ströndinni og myndaði þá bæði dali og stóra kletta þegar hann sló halanum til og frá og þegar hann kafaði síðan niður í sjóinn fylltist strandsvæðið af vatni og aðeins hæstu klettarnir (kalksteins klettarnir) voru sýnilegir. Þetta er bara goðsögn en sjómenn á þessu svæði tala oft um að þeir sjái einhverja veru í sjónum sem er bæði dularfull og risa stór. Hægt er að segja að þetta sé Vietnams útgáfa af Loch Ness skrímslinu.

shade