Flug og flugmiðar til Víetnam

Vietnam býður uppá stórkostlegar og ógleymanlegar upplifanir. Grænir hrísgrjóna akrar, siglingar innanum frábæra kalksteinskletta, fallegar sandstrendur og stórkostlegt landslag með skógiklæddum fjöllum og fallegum fossum.

Vietnam nær yfir 1.600 km langt svæði frá norðri til suðurs og er náttúran og veðurfarið því mjög mismunandi þar sem suðurhlutinn er meira heittempraður en kaldara í norðurhlutanum. Einnig eru ¾ hlutar af landinu þakið fjöllum og er láglendið fullt af hrísgrjónaökrum þar sem góð skilyrði eru vegna fljótanna Song Hong og Mekong. Landið liggur að Kína í norðri, Laos og Cambodiu í vestri og í suðri og austri er landið með strandlengju að suður kínverska hafinu. Í stórborgunum eru göturnar fullar af hávaðasömum skellinöðrum, vespum og götusölum en í smábæjunum þá kynnist maður vel menningu og vingjarnleika íbúanna.

Höfuðborgin í Vietnam er Hanoi en stærsta borgin er Ho Chi Minh City borg sem áður hét Saigon.

Halong flóinn sem er norðanlega í Vietnam er sannkölluð náttúruperla, hér eru kalksteinsklettar í öllum stærðum og gerðum sem rísa hátt upp úr blágrænu hafinu og mynda hálfgert völundarhús, einnig er stórkostlegt að upplifa kyrrðina við hrísgrjónaakrana.

Ticket2Travel.is ber saman ódýr flugverð og finnur flugleiðir til Víetnam hjá öllum flugfélögum sem fjúga þangað.

Da Nang
Da Nang

Fyrrum Champa konungsríkið, Da Nang og 4. stærsta borg Vietnams hefur vaxið frá því að vera lítill fiskibær yfir í að vera með eina af mikilvægustu höfnum landsins. Borgin er umvafin fjöllum á einni hlið

Dalat
Dalat

Bærinn með hið eylífa vor Dalat, en Dalat þýðir "Lat fljót þjóðflokkanna" og er einn af fallegustu bæjum í Vietnam. Dalat er á gróðursælli sléttu með fallegri fjallasýn, dölum sem eru sveipaðir þoku móðu, vötnum, fossum og ám. Dalat er ca. 300 km. norðaustur af Ho Chi Minh City

Ha Long Bay
Ha Long Bay

Það er ævintýralega fallegt við Halong Bay flóann, algjört meistaraverk af náttúrunnar hendi í norð austur hluta Vietnam. Hér er sjórinn sléttur og fallega grænn á litinn og þúsundir af kalksteinsklettum rísa upp úr sjónum.

Hanoi
Hanoi

Hanoi er höfuðborg Vietnams og er næststærsta borgin og hýsir ca. 3,5 milljónir íbúa. Borgin er staðsett við Rauða fljótið og er þægileg borg með mörg einkenni frá Frakklandi eins og lágreistar byggingar í frönskum nýlendustíl, breiðum götum og kaffihús sem bjóða uppá café au lait og croissant.

Hue
Hue

Hue er gamla keisaraborgin sem var höfuðborg á tímabilinu 1802 – 1945. Hue er falleg borg staðsett við Parfumefljótið sem skiptir borginni í tvennt, konungsborgin er öðrum megin við fljótið og franskur borgarhluti hinum megin og eru 3 brýr sem tengja þessa tvo borgarhluta saman.

Nha-trang
Nha-trang

Fyrsta strandparadís Vietnams var við strandbæinn Nha Trang sem er staðsettur ca. 400 km norður af Ho Chi Minh City. Ströndin er löng og hér eru bæði heimamenn ásamt ferðamönnum sem njóta þess að slappa af á ströndinni og njóta lífsins sem myndast oftast við hafið.

Saigon - Ho Chi Minh City
Saigon - Ho Chi Minh City

Ho Chi Minh borg sem áður hét Saigon er stærsta borg í Vietnam og þú finnur strax fyrir iðandi og fjölskrúðugu  mannlífinu ásamt mikilli umferð í þessari erilsömu stórborg. Hér er ógrynni af kaffihúsum, götueldhúsum, mörkuðum og hér er sala á ýmsum varningi á gangstéttunum eins og budda styttum..

Sapa
Sapa

Sapa er ótrúlega fallegur bær sem er staðsettur hátt á Hoang Lien Son fjallinu rétt við landamæri Kína og tæplega 400 km norðaustur af Hanoi. Svæðið býður uppá virkilega fallegt og gróskumikið landslag, hrísgrjónasvalir á stöllum niður fjallshlíðarnar, fallegar ár og dali og hæsta fjallstind í Vietnam,

shade