Flugmiðar og ferðir til Phuket
Phuket, stærsta eyja Thailands er við Andamaner hafið á vesturströnd Thailands. Phuket er mjög vinsæll ferðamannastaður sem er alveg skiljanlegt því hér er allt sem þarf til að skapa gott frí: falleg og fjölbreytt náttúra með háum fjöllum þöktum frumskógi ásamt gróskumiklum ökrum með gúmmitrjám sem liggja þétt upp að litlum smábæjum. En Phuket en þó þekktust fyrir margar og fallegar sandstrendur sem eru allar á vesturhluta eyjunnar og liggja eins og perlur á snúru og er vinsælasta ströndin Patong Beach með mikið og fjölbreytt líf. Það eru einnig margar og fallegar eyjur í kringum Phuket eins og Phi Phi, Krabi, Koh Lanta og Koh Yao sem hægt er að sigla til. Einnig er bæði upplagt og spennandi að snorkla og kafa hér innanum falleg kóralrif og ævintýlalega fallega fiska og svo eru margir spennandi markaðir bæði dag- kvöld- og helgar markaðir. Þjóðgarðurinn Khao Sok er í rúmlega 2ja tíma keyrslu frá Phuket og er bæði fallegur og spennandi, hér eru ævintýralegar upplifanir eins og t.d. þá er ótrúlegt að sjá þegar leðurblökur koma í þúsundatali úr hellum sínum á kvöldin. Svo er alltaf gaman og fróðlegt að skoða hin mörgu hof sem eru bæði kínversk og budda hof.
Patong Beach:
Patong Beach er stærsta og vinsælasta ströndin á Phuket. Hér er oft mikið af fólki og mörg og spennandi tilboð í sambandi við vatnaíþróttir og skemmtun. Patong Beach er staðsett vestur af bænum og er ströndin löng og u-laga sem gerir það að verkum að hér eru ekki mjög háar öldur. Hér áður fyrr var Patong ein dýrasta ströndin á Phuket, en með tilkomu strandhótela þá hefur verðið fallið og er ströndin í dag með þeim ódýrustu á Phuket. Hér eru flestar búðir, barir, veitingastaðir og mikið næturlíf.
Karon Beach:
Karon Beach er löng, breið og hrein strönd og hér eru einnig einstaka pálma- og casuarina tré. Ströndin er frekar róleg en þó er hér nóg af börum og veitingastöðum og svo er það við þessa strönd sem hægt er að upplifa fiskimenn sem kasta einu og einu neti og selja aflann á veitingastaði við ströndina svo hér er upplagt að gæða sér á nýveiddum fiski á einum af veitingastöðunum.
Kata Beach:
Kata Beach er staðsett suður af Karon Beach og er meira spennandi, ströndin er breið og hrein og skiptist í tvennt Ao Kata Yai sem þýðir stór og Karon Noi sem er lítil. Í sjónum fyrir utan ströndina eru falleg kóralrif. Kata Beach er jafn vinsæl og Patong Beach en þó er rólegra á Kata Beach. Svo er Nai Harn Beach sem er ein fallegasta ströndin á Phuket, minnir svolítið á Karon- og Kata Beach án þess þó að vera svo vinsæl meðal ferðamanna. Ástæðan er einna helst að ströndin er staðsett við hof sem þekur mikinn hluta af strandsvæðinu, þó er samt alltaf hægt að finna pláss til að sóla sig. Við ströndina er einnig eitt besta hótel Phuket, Phuket Yacht Club, staðurinn er fallegur og rómantískur og hér er hægt að upplifa falleg sólsetur.
Kamala beach:
Kamala Beach er falleg strönd sem er staðsett suður af Surin og Laem Singh og ca. 5 km norður af Patong Beach. Norður hluti strandarinnar er bestur. Stutt frá ströndinni er ævintýragarðurinn Phuket Fanta Sea. Svo er ströndin Bang Tao Beach sem er einnig þekkt sem „Laguna Beach“ Ströndin er 8 km löng og er staðsett norður af Surin. Við ströndina er 18 holu golfvöllur. Það er einnig góður vindur meðfram ströndinni svo hingað kemur brettafólkið og æfir sig í sjónum. Fá árinu 1992 hefur Siam World Cup windsurfing meistaraleikar verið haldnir hér. Við ströndina eru einnig mörg lúksus hótel.
Nai Yang Beach:
þessi strönd er staðsett stutt frá flugvellinum á Phuket eða ca. 30 km frá bænum. Ströndin er svolítið einangruð og er því vinsæl meðal heimamanna. Nai Yang er hluti af Sirinat National Park sem er friðað svæði.
Ticket2Travel.is ber saman öll flugfélög sem fljúga til Phuket. þú setur inn í leitina frá Keflavík til HKT sem er skammstöfun fyrir Phuket.
Ticket2Travel.is selur eingöngu flugmiða þar sem töskur eru inn ritaðar alla leið, sama hvað það eru margar millilendingar.
Allir flugvellir eru með lámarks tengitíma þar sem flugvöllurinn og þjónustufyrirtæki ábyrgast það gagnvart flugfélögum að farangur og fólk komist á milli flugvéla.
Flugbókunarkerfið okkar hjá Ticket2Travel.is er stillt þannig að það koma ekki upp flug sem eru innan við lámarks tengitíma hvers flugvallar fyrir sig, þess vegna erum við 100% neytendavæn flugbókunar síða.
Ef það verða seinkanir á flugi þannig að farþegar missa af tengiflugi, sér viðkomandi flugfélag um gesti okkar þeim að kostnaðarlausu. Bóka þá í næsta mögulega flug en ef það er ekki fyrr en daginn eftir sér flugfélagið gestum okkar fyrir gistingu, fæði og keyrslu frá flugvelli á hótel og í flug daginn eftir.
Tengitímar á flugvöllum geta verið mjög misjafnir, dæmi í Kastrup í Kaupmannahöfn er lámarks tengitími 25 mín, í London innan sama Terminal er hann 55 mín, en í Keflavík er hann 45 mín.
