Flugmiðar og ferðir til Koh Samui
Það er fátt sem kemst í líkingu við eyjuna Koh Samui hvað varðar frábærar strendur, fjöll, frumskóga og fossa. Í mörg ár voru nær eingöngu bakpokaferðalangar sem heimsóttu þessa fallegu eyju en þegar samgöngur til eyjunnar urðu tíðari með tilkomu lítils og töfrandi flugvallar fór ferðabransinn að blómstra. Efnaðri ferðamenn fóru að streyma til eyjunnar og féllu fyrir fegurð hennar, þess vegna var þörf fyrir hótel með alþjóðlegum staðli. Það hefur þó ekki breytt því að hið rólega andrúmsloft er enn einkenni Koh Samui. Eyjan er þriðja stærsta eyja Thailands á eftir Phuket og er staðsett c.a. 700 km suður af Bangkok.
Hér eru yndislega fallegar og hvítar sandstrendur, sjórinn er þægilega heitur og sólin er gjöful á geysla sína á þessum slóðum, fyrir utan mánuðina nóvember og desember, en þá rignir oft mikið. Ef þú ert á eyjunni á þessum tíma er stórkostlegt að fara í ferð og skoða einn eða fleiri af fossum eyjunnar sem streypast með miklum þunga niður fjöllin. Namung fossinn er c.a. 80 m hár og svo eru fossarnir Wanom og Hin Lad einnig mjög fallegir.
Eyjan er að öllu leyti upplagður staður fyrir ógleymanlegt frí og hér er margt að sjá og upplifa eins og Chaweng Beach sem er visælasta ströndin og jafnframt sú lengsta á eyjunni, hér eru einna flest hótel, veitingastaðir og barir og sjórinn er tær og fallega blágrænn svo það er upplagt að snorkla eða kafa hér innanum stórkostleg kóralrif og fagurlitaða fiska.
Svo er hægt að fara í ferðir og upplifa „Big Buddha“ sem er 12 m há gyllt Buddha stytta, hofið Wat Khunaram sem hýsir munkinn Loung Pordaeng sem hægt er að sjá en hann var talinn geta sagt fyrir um dauða sinn þá 79 ára gamall árið 1973, ævintýraferð á fílabaki þar sem þú ert með gott útsýni yfir grænan skóginn eða ævintýraferð um frumskóginn, einnig ævintýraferð um eyjuna þar sem m.a. er hægt að upplifa Hin Ta og Hin Yai sem eru steinar með sérkennilega lögun af náttúrunnar hendi, svo er hægt að fara í spennandi siglingu til nálægra eyja og að lokum þá er virkilega þægilegt og afslappandi að fara í nudd, liggja t.d. á ströndinni með hafið og himininn sem útsýni og nuddið er bæði ódýrt og gerist vart betra en á Thailandi.
Það er hægt er að keyra hringinn í kringum eyjuna og er hringvegurinn ca. 52 km langur og er spennandi og mjög vinsælt að leigja vespu og ferðast um. En hafið í huga að það er vinstri umferð í Thailandi og umferðamenningin er allt önnur þar en við erum vön.
