Flugmiðar og ferðir til Thailands
Thailand er algjör paradís, hér upplifir þú ógleymanlegt frí innanum brosmilt og gestfrítt fólk og landið er því oft kallað land brossins eða perla austursins. Thailand býður uppá fallegar hvítar sandstrendur, turkisblátt haf með kóralrifum og fallega lituðum fiskum, há fjöll, gróskumikla regnskóga, gómsæta og spennandi matargerðalist og áhugaverða menningu.
Í Bangkok höfuðborg Thailands er fullt af áhugaverðum stöðum eins og Grand Palace, Wat Phra Kaew og Wat Po og hér er einnig hægt að versla allt frá flottustu lúxus vörum yfir í ódýrt glingur og allt þar á milli, hér eru margar verslunar miðstöðvar og fjölbreytilegir spennandi markaðir síðan er gaman að upplifa ferðamáta eins og tuk-tuk og taxabáta.
Að ferðast um á fílsbaki, búa nokkra daga hjá þorpsbúum, líða niður fljótin á bambusfleka, láta sauma á sig sérsniðin föt og upplifa virkilega gott thai nudd, þetta eru upplifanir sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara.
Upplýsingar um Thailand
Thailand er staðsett mitt í suð austur asíu og er oft kallað hinn framandi demantur austursins. Ferðamenn sem fara frá Thailandi eru oftast með mikla og góða yfirvigt sem felst að mestu í ógleymanlegum upplifunum sem fylgir þeim út lífið. Margir ferðamenn ferðast aftur og aftur til Thailands og fá nýjar og jákvæðar upplifanir í hvert skipti. Thailand er algjör paradís þar sem möguleiki er á að upplifa fjöll sem þakin eru regnskógi, frumskóga með fjölbreyttu dýralífi, orkidéer og aðrar framandi plöntur, stór fljót og hvítar sandstrendur með vaggandi pálmatrjám. Maður upplifir einnig stórkostleg hof, iðandi stórborgir, einstaka menningu og mikla gestrisni. Það er alveg sama hvaða óskir þú ert með – Thailand getur uppfyllt þær allar – á yfirstíganlegu verði.
Bangkok
Bangkok er líka kölluð Feneyjar í Austri og ferðast þú til Bangkok sem er höfuðborg Thailands mátt þú búast við að upplifa stórborg sem er iðandi af mannlífi og frábær verslunarparadís.
Chiang Mai
Ef þú ferðast þú til Chiang Mai höfuðborg norður Thailands, upplifir þú landslag sem er allt annað en í suður Thailandi. Chang Mai er umlukt háum fjöllum og hér er bæði þægilegt loftslag og heillandi andrúmsloft.
Chiang Rai
Chiang Rai liggur c.a. 100 km norður af Chiang Mai. Borgin er upplögð fyrir skoðunarferðir í „hinn gyllta þríhyrning“ svæðið þar sem Thailand, Laos og Myanmar sameinast. Hér eru einnig smáþorp þar sem íbúar þess eru frá 6 mismunandi minnihluta þjóðflokkum.
Chumphon
Frá Chumphon er upplagt að fara í eyja hopp. Það fara ferjur daglega frá höfninni á Chumpon til eyjanna Koh Tao og Koh Phangan – síðan er hægt að sigla til Koh Samui frá báðum eyjunum. Á Koh Samui er flugvöllur þar sem hægt er að fljúga til baka til Bangkok.
Hua Hin
Hua Hin er friðsæll og skemmtilegur bær sem liggur í aðeins 3ja tíma keyrslu frá Bangkok. 30 km norður af Hua Hin er ferðamannastaðurinn Cha Am sem er fjölskylduvænn og aðeins rólegri staður. Ef þú hefur áhuga á gólfi þá finnur þú nokkra af bestu golfvöllum Thailands á Hua Hin.
Khao Sok
Khao Sok þjóðgarðurinn er á Surat Thani svæðinu og allt umhverfið þar í kring er eitt af því fallegasta í Thailandi. Hér er mjög fjölskrúðugt dýralíf og yfir 100 mismunandi tegundir af orkideum. Hér er að finna einstaka upplifun í stórkostlegri náttúru með góðri leiðsögn
Khao Yai
Ef þú ætlar að heimsækja þjóðgarðinn Khao Yai sem er elsti þjóðgarður Thailands þá er hægt að ferðast þangað með bíl frá Bangkok. Þjóðgarðurinn er þekktur fyrir tilkomumikið dýra- og plöntulíf ásamt fallegum fossum.
Koh Chang
Nálægt landamærum Chambodiu er eyjan Koh Chang sem þýðir fílaeyjan. Eyjan hefur fengið þetta nafn, því frá lofti lítur eyjan út eins og fílahöfuð. Eyjan er 3ja stærsta eyja Thailands og hér er mikið dýralíf og þekur þéttur regnskógur meira en 75% af eyjunni.
Koh Phangan
Aðeins eins tíma sigling norður frá eyjunni Koh Samui er eyjan Koh Phangan. Eyjurnar eru næstum því jafn stórar. Koh Phangan hefur dregið mikið af bakpokaferðamönnum til eyjunnar, en það er mikið að breytast þar sem ný og betri hótel hafa verið byggð við frábærar strendurnar á eyjunni.
Koh Samui
Það er fátt sem kemst í líkingu við eyjuna Koh Samui hvað varðar frábærar strendur, fjöll, frumskóga og fossa. Í mörg ár voru nær eingöngu bakpokaferðalangar sem heimsóttu þessa fallegu eyju en með tilkomu lítils og töfrandi flugvallar fór ferðabransinn að blómstra.
Koh Tao
Ef þið sækist eftir kyrrlátri lítilli eyju með mikið af pálmatrjám, indislegri strönd með litlum fallegum strá kofum við ströndina, þá er eyjan Koh Tao tilvalinn staður. Það er enn sem komið er engin aðþjóða hótel á eyjunni en aftur á móti litlir huggulegir bungalows.
Krabi
Það er sagt að svæðið í útkanti Krabi sé með þeim sérstökustu og fallegustu náttúruperlum í Thailandi. Það er mikið af stórum og sérstökum kalksteinum meðfram stöndinni og er eins og þeim hafi verið stráð að handahófi um þetta turkis græna hafsvæði.
Phi Phi
Það er ekki hægt að fljúga til Phi Phi heldur sigla þangað frá Ao Makhamflóanum á Phuket. Eyjan Phi Phi er raunar tvær eyjur....
Phuket
Phuket, stærsta eyja Thailands er við Andamaner hafið á vesturströnd Thailands. Phuket er mjög vinsæll ferðamannastaður sem er alveg skiljanlegt því hér er allt sem þarf til að skapa gott frí
Trat
Trat flugvöllur er í ca. 5 tíma keyrslu frá Bankok í suðaustur, en það tekur innan við klukkutíma að fljúga þangað frá Bangkok. Flugvöllurinn var byggður af Bangkok Airwys, sem líka er það eina flugfélag sem flýgur þangað eða flugleiðina Bangkok til Trat.
