Austur Asia  >  Taiwan  >  Taipei

Flugmiðar til Taipei

Taipei  er höfuðborg Taiwans og jafnframt stærsta borgin og er staðsett á norðurhluta eyjunnar. Þó svo að borgin sé frekar dýr og erilsöm þá er hún tilvalin staður til að byrja fríið. Hér eru margir áhugaverðir og spennandi staðir sem gaman er að upplifa eins og: Taipei 101 sem er á margan hátt  einstök bygging með 101 hæð og 448 m, hér kemst þú upp 89 hæðir á aðeisn 40 sek. hér finnur þú einng 6 hæða verslunarmiðstöð, veitingastaði og skrifstofur.


National Palace safnið  sem geymir ómetanlegt safn af sögulegum og listrænum minjum frá Kína. 
Næturmarkaðinn á Raohe Street, sem er einn af elstu næturmörkuðum í Taipei.

Gamla Longshan hofið sem var byggt árið 1738 og svo eru í borginni ógrynni af góðum veitingastöðum og er Taiwan beef noodles vinsælasti rétturinn hér. Hér er því af nógu að taka. Flugvöllurinn, Taiwan Taoyuan International Airport er 20 km frá miðbænum.

shade