Ferðir og flugmiðar til Taiwan
Taiwan er ótrúlega falleg eyja sem er tæplega 36.000 km2 og því aðeins minni en Danmörk. Taiwan liggur norður af Filipseyjum og suðaustur af Kína og hér búa rúmlega 23 milljónir sem gera Taiwan að þéttsetnustu stöðum heims. Náttúra landsins er mjög falleg, fjölbreytt og stórbrotin, með há fjöll, framandi skóga, heita hveri, fossa og háa kletta. Höfuðborgin heitir Taipei og er spennandi borg með mikið af áhugaverðum stöðum eins og Taipei 101, National Palace safnið, Shihlin garðurinn og næturmarkaðinn á Raohe Street. Aðrir áhugaverðir staðir eru t.d. Sun Moon Lake sem er 760m. yfir hafi, Taroko gilið, Yushan hæsta fjall Taiwans og Kending þjóðgarðurinn sem inniheldur m.a. fjöll og gróskumikla skóga, vötn og hvítar snadstrendur.
Taiwan og Kína hafa alltaf verið óaðskiljanleg, bæði sögulega og landafræðilega séð. Þau geyma sama menningararf og verða margir ferðamenn hissa yfir því að hér er betur haldið í kínverska menningu og hefðir en á sjálfu fastlandinu. Árið 1949, eftir kínverska borgarstríðið þá var þjóðarhetjan Chiang Kai-Shek vísað úr landi og stofnaði hann þá núverandi höfuðborg Taiwan, Taipei. Síðan þá hefur samfélagið þróst hratt og hér eru t.d. framleiddir hátækni hlutir fyrir tölvuiðnaðinn.
Áhugaverðir staðir í Taiwan
Taroko Gilið
Einn af fallegustu stöðum Thaiwans er Taroko Gilið, sem er virkilega fallegt og við innganginn á hinu 19 km langa gili er fallegur foss.
Tainan Tainan
Þessi borg er staðsett á suðvesturströndinni og var höfuðborg fram til ársins 1880 eða í meira en 200 ár. Hér eru mörg hundruð hof og er hofið Taoist Templet East Mountain eitt mest heimsótta hofið. Önnur hof sam áhugavert er að heimsækja eru t.d. Mito hin 1000 handa gyðja, Chuhsi sem er fallegasta hofið og Kaiyuan sem er stórt hefðbundið Bhudda hof.
Taipei
Taipei er höfuðborg Taiwans og jafnframt stærsta borgin og er staðsett á norðurhluta eyjunnar. Þó svo að borgin sé frekar dýr og erilsöm þá er hún tilvalin staður til að byrja fríið. Hér eru margir áhugaverðir og spennandi staðir sem gaman er að upplifa eins og Taipei 101, National Palace safnið, Shihlin og Tienhsiang garðarnir..
