Ferðir og flugmiðar til Seoul

Seoul er iðandi og nýtískuleg höfuðborg Suðaur Kóreu með rúmlega  11 milljónir íbúa. Borgin er staðsett í norðvesturhluta landsins rétt sunnan við landamæri Norður Kóreu. Ef þú ert ferðamaður í borginni tekur þú fljótlega eftir andstæðunum í borginni, hér er blanda af gömlum hefðum og því nýjasta í hátækni iðnaði, mikið af götusölum sem bjóða uppá ferskan og heitan mat til þeirra sem eru á hlaupum og svo risastór iðnfyrirtæki og flottir matsölustaðir, mikið af möguleikum til menntunar þar sem mikil pressa er lögð á nemendur og svo bhuddisk hof þar sem hægt er að vera í núinu í rólegu umhverfi. Byggingalistin sýnir einnig miklar andstæður allt frá gráum mursteinsblokkum yfir í fallega hannaðar byggingar. Seoul er allavega borgin þar sem öll skynfærin fá eitthvað við hæfi, það er alltaf eitthvað nýtt á hverju götuhorni.

Af áhugaverðurm stöðum þá er höllin Changdeokgung- palads frá 1104 vert að heimsækja sem og Gyeongbokgung  höllin svo er svæðið Bukchon þar sem þú getur upplifað mörg hundruð af hinum hefðbundnu kórönsku hanok húsum, þetta svæði í Seoul er virkilega fallegt og hér er mikið af veitingastöðum, menningu og list.

shade