Flugmiðar og ferðir til Pusan

Pusan er staðsett á suðaustur hluta landsins, er mikilvægasta hafnarborg og næst stærsta borg Suður Kóreu. Hér er spennandi að ferðast um og hér finnur þú fallegar strendur, heita hveri og menningarlega viðburði eins og t.d. kvikmyndahátíðin, Pusan International Film Festival sem er haldin hér á hverju ári. Í Pusan finnur þú einnig falleg hof eins og Beomeosa hofið og Haedong Yonggungsa hofið sem liggur í og við klettana og sjórinn er bakgarðurinn. Hér eru líka áhugaverð söfn, fallegir almenningsgarðar og hvítar sandstrendur.

Í Pusan er hægt að fara í siglingar með Pusan Port Boat Tour og skoða áhugaverða staði í  hafnarborginni eða ef þú villt skoða náttúrufegurð landsins er hægt að fara með Haeundae Cruise Boat og skoða Oryuk-do-eyjarnar og Igidae svæðið.
Einn dag í algjörum lúxus er einnig hægt að upplifa í Pusan, þá er tilvalið að heimsækja Hur Shim Chung Spa sem er byggt við náttúrulega heita hveri og er tengt við Hótel Nong Shim. Hér eru heit og köld böð, „iglo herbergi“ sem er hitað uppí 51 gráðu og svo kælt niður í 0 gráður og margt fl.

shade