Flugmiðar og ferðir til Suður Kóreu
Stórkostleg náttúra, menning og óendanlegir verslunarmöguleikar. Það eru ekki margir ferðamenn sem leggja leið sína til Suður Kóreu og flestir sem heimsækja Suður Kóreu ferðast á svæðinu í kringum höfuðborgina Seoul. Þegar maður ferðast um Suður Kóreu er mikil uppplifun að sjá gömlu höfuðborgina Gyeongju sem er friðuð af UNESCO en hér finnast m.a. alda gömul hof og grafir gömlu konunganna ásamt Bulguksa hofinu sem er aðeins fyrir utan borgina.
Einnig er áhugavert að ferðast um þjóðgarðana eins og t.d. Songnisan sem er staðsettur í miðju landinu og ef þú ert fyrir göngur er hægt að ferðast um Bugaskan meðfram virkismúrum frá 15. hundruð, sem minna svolítið á kínamúrinn og þegar þú kemur á topp fjallsins er stórkostlegt útsýni yfir borgina.
Þegar þú ferðast fyrir utan borgirnar þá er ennþá stór hluti íbúanna sem lifir við einfalda lifnaðarhætti. Bændurnir hafa í þúsundir ára ræktað hrís og jarðirnar hafa gengið í erfðir og hér er handaflið notað við uppskeruna.
Ticket2Travel.is finnur og ber saman allar flugleiðir og flugverð sem eru í boði hjá öllum flugfélögum sem stunda flug til Suður Kóreu
Cheju
Hefur þú hugsað út í það að paradís finnist kannski í Suður Kóreu? Eyjan Jeju sem er staðsett fyrir sunnan Suður Kóreu kemst allavega nálægt því og er hún vinsæll ferðamannastaður. Í mörg ár hafa brúðhjón frá Suður Kóreu ásamt brúðhjónum frá öðrum heimsálfum farið í brúðkaupsferð til eyjunnar...
Pusan
Pusan er staðsett á suðaustur hluta landsins, er mikilvægasta hafnarborg og næst stærsta borg Suður Kóreu. Hér er spennandi að ferðast um og hér finnur þú fallegar strendur, heita hveri og menningarlega viðburði eins og t.d. kvikmyndahátíðin,..
Seoul
Seoul er iðandi og nýtískuleg höfuðborg Suðaur Kóreu með rúmlega 11 milljónir íbúa. Borgin er staðsett í norðvesturhluta landsins rétt sunnan við landamæri Norður Kóreu. Ef þú ert ferðamaður í borginni tekur þú fljótlega eftir andstæðunum í borginni,..
