Flugmiðar og ferðir til Singapore

Singapore er hátísku stórborg og algjörlega frábær upplifun. Hér búa margir og ólíkir menningarhópar sem gera samfélagið bæði spennandi og fjölbreitt og hér er mikið af áhugaverðum stöðum eins og China Town, Little India og  Arab Street sem öll hafa sitt eigið svæði, spennandi og stór dýragarður, áhugaverð og flott söfn og ógrynni af spennandi matarupplifunum frá öllum heimshornum ásamt fjölbreyttu úrvali af asískum mat. Verslunargenin fá einnig heldur betur að njóta sín því hér eru stórar og nýtískulegar verslunarmiðstöðvar og gatan „Orchard Road“ þarf að röllta um, hér eru stór verslunarmoll, litlar spennandi verslanir, veitingastaðir og kaffihús.
 
Prinsinn og Ljónið
Singapore fékk nafn sitt árið 1300. Sagt er að prins einn frá Sumatra hafi séð hvítt ljón á ströndinni þegar hann kom siglandi hingað. Prinsinn gaf eyjunni nafnið Singa Pura – Hvítt Ljón. En þó svo að ljón hafa aldrei búið hér þá valdi ríkið að halda hvíta ljóninu sem tákn Singapore og er m.a. hægt að sjá 8 m. háa styttu, Merlion við innsiglinguna í höfninni.


Áhugaverðir og spennandi staðir í Singapore

Universel Studios Singapore
Virkilega flottur skemmtigarður sem gaman er að heimsækja. Universal Park er staðsettur á eyjunni Sentosa.

The Singapore flyer
Þetta 165 m háa hjól er svar Singapor við London Eye og hér er mikiið að sjá og upplifa.

China Town
Það er mest um að vera í China Town snemma á morgnana og á milli Upper Pickering Street í norðri og Kreta Ayer Road og Maxvell Road í suðri upplifir þú helstu einkenni China Town.

Little India
Hér fá skynfærin eitthvað við sitt hæfi, litagleði, tónlist og sérstök lykt einkennir þetta svæði í Singapore sem er við suður hluta Serangoon Road. Við Stóra markaðstorgið, Shujiao Centre eru áhugaverðustu staðir Little India, hofin Veerama Kali Ammam, Sri Srinivasa Perumal og hofið með 1.000 ljós.

Arab Street
Þetta er muslíma hverfið í Singapore og hér er mikið af hefðbundnum efnum, batik frá Indónesíu og  silki frá Malaysiu. Hér er einng stærsta moska Singapore, sultan moskan, en skoðið einnig minni moskunu, Malabar Muslim Jama-ath sem er mun fallegri. Á veitingastöðunum meðfram North Bridge Road ásamt götueldhúsunum á Bussorah Street er hægt að fá virkilega góðan indverskan og múslimskan mat.

Sentosa island
Eyjan Sentosa er sú stærsta og þekktasta af smáeyjunum í kringum Singapore og mikið heimsótt. Hér er bæði hægt að slaka á sandströndum þar sem sandurinn er innfluttur, skoða mismunandi söfn eins og t.d. fiskasafnið, Underwater World þar sem þið farið í göng undir vatninu og upplifið allskonar fiska, fara í göngur, borða á góðum veitingastöðum og margt fl. Það eru aðeins 500 m á milli háhýsa borgarinnar í Singapore og hinnar fallegu eyju og er brú sem tengir staðina saman. Það er einnig hægt að fara með bát á milli og einnig er hægt að fara með svifbraut frá World Trade Center yfir höfnina til Sentosa. Þetta er mjög flott ferð með miklu og fallegu útsýni.

shade