Ferðir og flug til Tioman

Pulau Tioman eða Tioman Island er stærsta eyjan við austur ströndina og er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þessi frábæra eyja er bæði fyrir þá sem óska eftir afþeyingum og upplifunum sem  og þá sem óska eftir að slappa af á hvítum sandströndum eyjunnar. Fyrir utan kílómetra langar strendur býður Tioman upp á frumskóg og hæðótt landslag með flottum fossum og mikið dýra- og plöntulíf. Kristal tær sjórinn í kringum eyjuna býður uppá einn af bestu köfunarstöðum suðaustur Asíu bæði vegna skyggnis sem er mjög gott og litskrúðugs sjávarlífs.

Tiaman eyja er 136 km2 og höfuðstaður eyjunnar er Kampung Tekek þar sem smá húsaþyrping ásamt  nokkrum verslunum og lítill flugvöllur. Hægt er að ferðast um eyjuna fótgangandi en einnig er hægt að sigla með litlum bátum á milli stranda.

Það er bæði hægt að fljúga og sigla til eyjunnar Tioman. Berjaya Airways flígur frá höfuðborginni Kuala Lumpur og einnig frá Singapore. Ef þú siglir með ferju yfir til Tioman þá tekur það ca. 2 tíma frá Mersing.

Ticket2Travel.is ber saman og finnur allar flugleiðir og öll flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Malasíu 

 

shade