Ferðir og flugmiðar til Sandakan

Á norðurströnd Sabahs á eyjunni Borneo er strandbærinn Sandakan sem er tilvalinn staður fyrir ferðir útfyrir bæinn. Hér er ótrúlega flott dýralíf sem inniheldur, orangutanger, hafskjaldbörkur, sjaldgjæfa nefapa, fíla og mikið og fjölbreytt fuglalíf. Aðeins 25 km frá Sandakan er einnig heimsins stærsta Orngutang Rehabiliterings Center í Sepilok þar sem ferðamenn hafa möguleika á að upplifa stóra, rauða apa sem aðeins finnast í náttúru Borneo og Sumatra.

Orangutang miðstöðin opnaði árið 1964 og hefur það markmið að aðstoða orangutanga sem hafa átt óheppilega æsku eða verið í búrum til að fara aftur í frumskóginn og lifa þar sjálfstæðu lífi. Þeir fá m.a. bætiefni 2svar á dag ásamt þeirri fæðu sem þeir finna í skóginum. Fyrir utan Sandakan eru 3 litlar eyjar Pulau Selingan, Pulau Gilisaan og Pulau Bakkungan Kecil. Þessar eyjar mynda Turtle Island National Park sem er lítið náttúrusvæði sem skiptir miklu máli við að frelsa og aðstoða hafskjaldbökur frá útrýmingarhættu. Hér er t.d. hægt að heimsækja „skjaldböku barnaheimili“ og upplifa hinar stóru hafskjaldbökur á kvöldin þegar þær koma upp á ströndina til að leggja egg.
Í regnskógi Sukau er Kinabatangan fljótið sem er lengsta fljót Sabahs og er upplagt að fara í bátsferð um fljótið og þá helst snemma um morguninn því hljóðin í makak-öpunum eru líflegust á morgnana – kannski er heppnin með ykkur og þið sjáið sum af stóru dýrum regnskógarins eins og orangutangen, eða lítinn flokk af villtum fílum, langhentu gibbon apana eða hinn sérstaka nef apa.

Verkefnið „bjargið  hafskjaldbökunum“
Seiling Island er í klukkutíma siglingu frá Sandakan og hefur verið verndað svæði fyrir skjaldbökur frá árinu 1977 og hvert ár koma meira en þúsund skjaldbökur á eyjuna til að verpa. Eggjunum er safnað saman og komið fyrir undir stóru neti til að vernda þau m.a. fyrir ránfuglum. Þegar eggin klekjast út eru litlu skjaldbökurnar teknar og hlúð að þeim þar til þær hafa betri möguleika á að verjast fjendum sínum, síðan er þeim sleppt út í hið stóra suður kínverka haf til að lifa þar frjálsar.
Safnið á eyjunni gefur góða mynd af hættulegu lífi sem bíður skjaldbakanna fyrstu æviár þeirra.
Þegar myrkrið skellur á og hin aðdáunarverðu skriðdýr koma upp á ströndina er hægt að upplifa þegar t.d. stóra græna skjaldböku sem hefur grafið 60 cm djúpa holu og er að leggja meira en 50 egg. Í sannleika er þetta grípandi upplifun. Og ekki er síður spennandi að setja eina af litlu skjaldböku ungunum út í hafið. Kannski lifir þín skjaldbaka af og kemur aftur til eyjunnar ár eftir ár til að verpa.

shade