Flugmiðar og ferðir til Redang

Redang er í Marine Park Sanctuary og er algjör paradís fyrir kóral- og sóldýrkendur. Eyjan er 25 km2 og er sú stærsta. Á austurhluta eyjunnar eru margir litlir flóar með snjóhvítum sandströndum eins og perlur á snúru, en á vesturhluta eyjunnar er meira ósnert náttúra með þéttum gróðri og bröttum klettum. Kampung Redang myndar rammana utan um ca. 1000 íbúa.

Kóralrifin fyrir utan Redang og hinar nærliggjandi smá eyjar eru sögð vera með eitt fjölbreyttasta dýralíf sjávar þar sem fjöldinn allur af hörðum og mjúkum kóröllum eru meiri og fjölbreyttari en annars staðar í heiminum.

Að ferðast til Redang eyja.
Það er tæplega klukkutíma flug frá Kuala Lumpur til Terengganu, þaðan er 30 mín keyrsla til Merang. Frá höfninni í Merang er ferja sem siglir nokkrum sinnum á dag til Redang, siglingin tekur rúmlega klukkutíma og fer mikið eftir veðri og vindum.

Ticket2Travel.is ber saman og finnur allar flugleiðir og öll flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Malasíu 

shade