Flug, flugmiðar og ferðir til Penang

Ein vinsælasta eyja Malaysíu er Penang eyja sem er við vesturströnd Malaysiu og aðeins 45 mín flug frá Kuala Lumpur. Georgetown liggur á austurstönd eyjunnar og er höfuðborgin sem geymir spennandi sögu og menningu frá nýlendutímabilinu. Gamlar götur í borginni eru eins og spegilmynd af fortíðinni með kryddbásum og margskonar hofum, en Penang er fjölþjóða samfélag sem speglast m.a. í mörgum bhuddiskum og hindu hofum, morskum og kristnum kirkjum. Það er upplagt að ferðast með rickshaw og láta ökumanninn sýna ykkur helstu og áhugaverðustu staðina.

Ef maður ferðast eftir norðurströndinni tekur yndislegt landslag á móti manni, klettadrangar sem skaga langt út í sjó og skipta ströndinni í litlar víkur sem hver hefur sinn sjarma. Þó svo að sjórinn sé ekki eins tær og við austurströndina þá eru strendurnar hér mjög vinsælar.
Á norður hluta Penang eru þó bestu strendurnar og í kringum ströndina Batu Feringghi er mest um að vera og hér eru flest strandhótelin staðsett  og eru eins og perlur á snúru.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugleiðir til Penang, flugverð til Penang hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Penang og Malysíu.

shade