Flugmiðar og ferðir til Pangkor

Pankor eyjarnar eru við Vesturströnd Malaysiu, stutt sigling frá bænum Lumut. Þessar ævintýralegu eyjar með gylltum ströndum, kristaltærum sjó og frískum andvara eru meðal bestu eyja Malaysiu. Eyjarnar eru nær eingöngu fiskimanna samfélag en voru áður vinsæll griðarstaður fyrir sjómenn, verslunarmenn og hermenn sem sóttust eftir friðsælum stað, áður en haldið var áfram ferðinni.

Aðaleyjurnar eru tvær, Pulau Pangkor og Pangkor Laut og bjóða þær upp á mikið af spennandi afþreyingu eins og köfun, grunnköfun, seglbretta íþrótt, veiði og skoðunarferðir í frumskóginum.
Eyjarnar hafa varðveitt töfra sína og eru tilvalinn staður fyrir þá sem óska eftir lúksus umhverfi og eru góð verð á hótelunum.

Að ferðast til Pangkor:
Það tekur ca. 3 tíma að keyra frá höfuðborginni, Kuala Lumpur norðureftir til Lumut, en frá Lumut er síðan hálftíma sigling út í eyju.

shade