Flugmiðar og ferðir til Langkawi

Langkawi eyjarnar liggja á milli Thailands og Malaysíu. Eyjarnar eru á milli 99 og 104 og fer það eftir sjávarföllunum hve margar eyjur sjást. Það er aðeins búið á fjórum af eyjunum og eru ekki margir sem búa á þremur af þessum fjórum eyjum. Það búa um 30.000 íbúar á aðal eyjunni sem er 30 km löng og 20 km breið. Langkwai eyjurnar eru meðal annars vinsælustu og mest elskuðu eyjur Malaysiu.

Sjórinn í kringum eyjarnar er yfirleitt tær og lokkandi, nema á regntímanum. Flest hótelin á Langkwai eru smekkleg og í samræmi við umhverfið. Langkawi er upplagt fyrir frábært strandfrí með möguleika á bæði afslöppun og margvíslegum afþreyingum, heimsækið t.d. fossana Seven Wells og Durian Perangian, Underwater World og Sumar höllina, einnig er tilvalið að sigla út í nærliggjandi eyjar og dáðst af fallegu kóralrifinu

Ticket2Travel.is finnur og ber saman allar flugleiðir.

Ticket2Travel.is finnur og ber saman öll flugverð.

Ticket2Travel.is finnur og ber saman öll flugfélög sem fljúga til Langkawi

shade