Ferðir og flugmiðar til Kuching

Velkomin! Kuching er án efa þægilegasta og áhugaverðasta borg á eyjunni Borneo í Malaysiu. Hér eru falleg græn svæði og vinalegt fólk sem alltaf er tilbúið að aðstoða. Áhugaverðustu staðirnir eru allir í göngufæri svo hér er óþarfi að taka leigubíl eða ferðast um í rútu. En borgin er einnig tilvalinn staður til að heimsækja áhugaverða staði í Sarawak eins og þjóðgarðinn Bako og Gunung Gading. Á Sarawakfljótinu sem skiptir Kuching í tvo hluta er yndislegt að fara í ferð með sampan sem er bátur þar sem þið upplifið smábæina með tignarleg fjöllin í baksín, gamlar kínverskar verslanir frá 1800, Malay moskuna og Margherita virkið.
Elsti basar í Kuching er staðsettur við eina af elstu götum borgarinnar og hér er mikið úrval af gömlum munum og fallega handgerðum hlutum sem hægt er að kaupa. Á India Street er hægt að versla falleg og litrík efni, föt og margskonar leirmuni og ef það er eitthvað sem freistar þá muna að prútta um verðið.

Strandsvæðið Damai
Damai er vinsælt strandsvæði í fylkinu Sarawak og er staðsett í aðeins 40 mín keyrslu norður af Kuching. Fyrir utan að vera fallegur staður fyrir sól- og strand unnendur þá er Damai einnig spennandi staður fyrir margskonar afþreyingu, hér eru rólegir fiskibæir, ævagamall regnskógur, Bako þjóðgarðurinn, góðir fiskiveitingastaðir, golfvöllur, safn og flott lúxsus hótel. Á fallegum degi er sólarlagið einnig alveg einstakt á þessu svæði.

Bako þjóðgarður
37 km norður af Kuching er þjóðgarðurinn Bako sem er elsti þjóðgarður Sarawaks og nær yfir 27 km2 svæði. Hér lifa frumskógardýr í náttúrulegu umhverfi sínu, í trjátoppunum lifir hinn þekkti nefapi með hið langa og hangandi nef, apinn getur stokkið langt á milli trjáa og þeir eru duglegir að synda yfir fljót en því miður er þessi tegund í útrýmingarhættu. Hér eru einnig languren og makakapinn, villisvín og eðlur og um allt loftið fljúga fuglar í öllum regnbogans litum.

 

shade