Flug, flugmiðar og ferðir til Cherating og Kuantan

Á austurstönd Malaysiu finnur þú hinn hefðbundna og litríka fiskismábæ, Cherating þar sem lífið gengur sinn rólega vanagang.
Ódýr gisting, góðir matsölustaðir og afslappað andrúmsloft hefur gert bæinn vinsælan meðal bakpokaferðalanga. En á síðurtu árum hafa verið byggðir fleiri bungalows þar sem gerðar eru kröfur um meiri þægindi sem hefur gert það að verkum að breiðari hópur ferðalanga kemur nú til Cherating og nýtur lífsins við strendurnar í þessum rólega fiskibæ.

Bærinn Kuantan er einnig staðsettur við austurströndina ca. 45 km suður af Cherating. Kuantan er mikilvægur staður og miðpunktur fyrir þá sem eru að ferðast á þessu svæði. Hér búa rúmlega 600.000 manns en þó eru ekki margir sem stoppa lengi við í bænum heldur nota hann sem viðkomustað fyrir áframhaldandi ferðalag. Svæðið í kringum Kuantan býður uppá frumskóg og fallegar sandstrendur og aðeins 5 km frá miðbænum er ströndin Teluk Chempedak sem er einna vinsælust. Inni í bænum er hin fallega moska Sultan Ahmad sem gaman er að skoða.

 

shade