Flugmiðar og ferðir til Kuala Terengganu

Það tekur aðeins 45 mín að fljúga frá Kuala Lumpur til Terangganu. Hér finnur þú ódýr hótel og  huggulega bungalows við ströndina og allsstaðar finnur þú fyrir afslöppuðu andrúmslofti innanum frábæra náttúru og spennandi dýralíf. Á tímabilinu maí til september eru góðir möguleikar á að upplifa stórar hafskjaldbökur sem koma á land til að verpa eggjum sínum í sandinn á tröndinni. Terangganu er einng spennandi staður fyrir sóldýrkendur.
Mitt á milli Kota Bharu og Kuantan liggur Kuala Terangganu. Sjálfur bærinn er staðsettur við suðurendann á Terangganufljótinu og var fyrir nokkrum árum algjör fiski-svefnbær. En þegar olía fannst fyrir utan ströndina þá varð mikil þróun í bænum án þess þó að eyðileggja charma Terengganu. Hér eru ennþá þröngar götur með Trishaws sem er vinsælasta farartækið í bænum og á  svæðinu í kringum Central Marked (Pasar Bandar) heyrir maður ennþá snemma á morgnana háar umræður fiskimanna og kaupmanna um fiskiverð dagsins.
Skjaldbökur.
Það er mjög vinsælt að fylgjast með stóru hafskjaldbökunum sem koma á land frá mai mánuði til september. Þær koma til að verpa eggjum sínum í sandinn og besti tíminn til að fylgjast með þeim er á nóttinni sérstaklega við háflóð. Allt sem maður þarf er vasaljós og þolinmæði. Mörg hótel bjóða uppá að vekja fólk ef skjaldbökur koma uppað ströndina við hótelið. Maður getur verið heppinn að upplifa allar 7 tegundirnar við austurströndina og eyjarnar í kring. En ef þið sækist eftir að upplifa hina risastóru leðurskjaldböku sem verpir allt að 100 eggjum í einu í sandinn á ströndinni þá er það best á eyjunni Rantau Abang sem er 60 km frá Terengganu.

shade