Flugmiðar og ferðir til Kuala Lumpur
Það er jákvæð upplifun að heimsækja höfuðborg Malaysiu, Kuala Lumpur sem í daglegu tali er kölluð KL og hér búa rúmlega 2 milljónir manns. Hér finnur maður blöndu af hinu gamla og nýja þar sem hátækni framtíðarstefnan mætir hinu hefðbundna þjóðflokka samfélagi. Mörg hundruð ára gömul fyrirmannleg hús frá nýlendu tímabilinu og háhýsi byggð úr stál og gleri standa við hliðina á kínverskum hofum og fallegum moskum. Þegar þú gengur um borgina er hið litríka og skemmtilega alþjóða samfélag sem fljótlega fangar athygli ferðamannsins. Borgin hýsir einnig tvíburaturnana Petronas Towers sem eru meðal hæstu bygginga heims, 88 hæðir og 452 m. Kuala Lumpur er einnig gnægtarhorn af verslunarmöguleikum, heimsækið t.d. kínverska næturmarkaðinn og frábærar verslunarmiðstöðvar eins og Pavilion Mall og Suria KLCC mall og njótið þess að vera nokkra daga í hinni stórkostlegu heimsborg áður en þið farið og skoðið hið fallega og gróskumikla land.
Áhugaverðir og spennandi byggingar og staðir í Kuala Lumpur
Twin Towers eða Petronas Towers, maður kemst ekki hjá því að sjá þessa turna þegar maður er í Kuala Lumpur því þeir skaga hátt upp í himininn, en prófið að fara með lyftu upp í turnana og þaðan hafið þið frábært útsýni yfir borgina.
Allskonar spennandi dagsferðir eru í boði um borgina, eins er alltaf gaman að fara í heimsókn í dýragarðinn, fara um göturnar Jalan Masjid India og Lebuh Ampang í Little India og upplifa framandi og spennandi andrúmsloft og svo er áhugvert að skoða hinu fallegu byggingu Sultan Abdul Samad frá árinu 1897.
Batu Caves sem liggja norður af Kuala Lumpur er áhugavert að skoða. Það eru 282 tröppur sem þarf að fara upp áður en komið er að hellunum og þar er m.a. hinn 180 m langi Cathedral Cave. Svæðið er helgur staður og hér er mikið af öpum sem hlaupa um.
