Ferðir og flugmiðar til Kota Kinabalu

Kota Kinabalu er kölluð eftir hinu dularfulla Kinabalufjalli sem er með háa og skörðótta tinda, en infæddir kalla borgina oft KK, borgin var áður þekkt sem Jesselton og er höfuðborg Sabahs. Borgin var næstum alveg eyðilögð í heimstyrjöldinni síðari en er í dag nýtísku borg með afslappað og gott  andrúmsloft og frá Signal Hill er stórkostlegt útsýni yfir eyjarnar út við ströndina, sérstaklega við sólarlag því þá myndast oft töfrandi litaspil.
Upplifið borgina eða njótið strandanna fyrir vestan Kota Kinabalu. Markaðurinn í miðbænum er líflegur og spennandi á morgnana, þegar fiskimennirnir koma með aflann að landi og konurnar frá fjallahéruðunum koma með ávexti og grænmeti til að selja á markaðinum. Svo er einnig næturmarkaðurinn í Kota Kinabalu sem er spennandi að heimsækja sem og Sabah safnið og þjóðarmoskan.

Kinabalu þjóðgarður
Þetta er 754 km2 stór þjóðgarður og algjör paradís fyrir náttúruunnendur. Hér upplifir þú m.a. Rafflesiaen sem er heimsins stærsta blóm og getur orðið meira en 170 cm í diam og það hafa fundist meira en 1.000 orkidéer í garðinum. Einnig er mjög mikið af fallegumog litríkum fuglum í garðinum og hið konunglega fjall Mount Kinabalu sem er 4,101 m er einnig staðsett hér. Þó svo að fjallið sé hátt er það eit af auðveldustu fjöllum að klífa upp og hér þarf engan sérstakan aðbúnað og eru gistingar á leiðinni upp, hæsta gistiaðstaðan er í 3.750 m hæð.

The Crocker Range Þjóðgarður
Suður af Kota Kinabalu er þjóðgarðurinn Crocker Range Park sem nær yfir 1.399 km2 svæði. Garðurinn er stærsta friðaða svæði í Sabah og árið 1984 var svæðið gert að þjóðgarði. Hér er bæði fjölskrúðurg dýra og plöntulíf og algjört paradís fyrir þá sem sækjast eftir raunverulegri og spennandi frumskógarferð.

Heitir hverir í Porings
Fyrir austan Kota Kinabalu finnast heitir hverir sem er áhugavert fyrir ferðamenn og sérstaklega þá sem eru ný búnir að klífa fjallið Kinabalu. Það voru japanir sem fundu hverina í heimstyrjöldinni síðari og þeir útbjuggu litla potta þar sem heitt hveravatnið og kísillinn seitlar niður í pottana og umhverfið allt er yndislega framandi og fallegt. Hverapottarnir eru jafn vinsælir meðal íbúa svæðisins og ferðamanna svo best er að heimsækja staðinn á virkum dögum, til að komast hjá allt og mikið af fólki. Stutt frá hverunum er Canopy Walk sem eru hengibrýr á milli trjátoppanna í regnskóginum og algjörlega mögnuð upplifun.

shade