Flugmiðar og ferðir til Kota Bharu

Einn af bestu markaðsstöðum á norðausturströnd Malaysiu var í mörg ár einangraður frá öðrum hlutum landsins af frumskógum. Hinir fáu kaupmenn sem heimsóttu  staðinn komu sjóleiðina og sögðu allir frá vingjarnlegu fólki og þægilegum bæ þar sem list og menning voru hátt skipuð.

En mikið hefur breyst síðan þá og hefur bærinn haldið í gamlar hefðir því enní dag er t.d. hægt að upplifa flottustu flugdreka svífa um loftin blá og hinn stóri markaður í Kota Bharu er enn á lífi og er í hinni áttköntuðu byggingu nálægt rútustöðinni.

Ef þú kemur með rútu frá höfuðborginni Kuala Lumpur þá er það ca. 9 tíma ferðalag. En vinsælast er að taka flugið, það er flogið daglega frá Kuala Lumpur til Kota Bharu. Í bænum er mikil og gömul menning, fallegar moskur og konunglegar byggingar. Íbúarnir eru flestir íslamtrúar og því er hvorki að finna bari né áfenga drykki í Kota Bharu.

shade