Flugmiðar og ferðir til Malasíu
Malaysia liggur suður af Thailandi og býður uppá mikið af upplifunum, hér eru hitabeltis regnskógar eins og Taman Negara sem er talinn elsti regnskógur heims, framandi hvítar sandstrendur, heimsins fallegustu kóralrif, hrífandi fiskismábæir, teekrur á hálendinu og stórkostlegt dýra- og plöntulíf þar sem m.a. er hægt að upplifa hið fræga blóm Rafflesia sem er heimsins stærsta blóm.
Í Malaysiu eru yfir 14.500 tegundir trjáa- og plantna, meira en 200 mismunandi spendýr, 600 fugla tegundir, 140 slöngu tegundir og 60 eðlu tegundir. Þeir staðir þar sem helst er að upplifa þennan fjölbreytileika er í Belum Rainforest og Taman Negara sem er talinn heimsins elsti hitebeltis regnskógur og einnig stærsti þjóðgarður Malaysiu.
Margir Malaysiu íbúar tala um að Nasi Kandar sé þeirra eftirlætis réttur. Rétturinn sem aðeins er hægt að fá í Malaysiu, samanstendur af gufusoðnum hrísgrjónum, mismunandi karrý frá Indlandi og annað meðlæti. Nasi Kandar er hefðbundinn réttur frá Penang, en þið getið smakkað á honum um alla Malaysiu. Munið einnig að smakka á bláum hrísgrjónum – sem er annar sér réttur frá Malaysiu, en hrísgrjónin hafa drukkið í sig lit frá hinu framandi fiðrilda perlu blómi.
Malaysia skiptist í Malaysiu skagann sem inniheldur m.a. kílómetralangar sandstrendur, frumskóga, Cameron Highlands, Taman Negara þjóðgarðinn, ævintýraeyjurnar Penang, Pangkor og Langkawi og svo er sjálf höfuðborgin Kuala Lumpur staðsett á vesturhluta þessa langa skaga.
Eyjan Borneo hýsir einnig hluta af Malaysiu sem er á vestur- og norðurhluta eyjunnar. Sá hluti skiptist í tvö ríki, Sabah og Sarawak. Í Sabah er virkilega flott náttúra og dýralíf eins og t.d. orangutanger og hafskjaldbökur. Hvað gróður varðar þá finnur þú einnig heimsins stærsta blóm hér, Rafflesia.
Í Sarawak fylki er líka virkilega flott dýra- og plöntulíf og náttúran er einstök. Hér getur þú heilsað uppá hið upprunalega fólk-Iban fólkið og hér er að finna borgina Kuching sem er virkilega falleg og hina vinsælu strönd Damai Beach.
Ticket2Travel.is finnur og ber saman allar flugleiðir - Ticket2Travel.is finnur og ber saman öll flugverð
Kota Bharu
Einn af bestu markaðsstöðum á norðausturströnd Malaysiu var í mörg ár einangraður frá öðrum hlutum landsins af frumskógum. Hinir fáu kaupmenn sem heimsóttu staðinn komu sjóleiðina og sögðu allir frá vingjarnlegu fólki og þægilegum bæ þar sem list og menning voru hátt skipuð.
Kota Kinabalu
Kota Kinabalu er kölluð eftir hinu dularfulla Kinabalufjalli sem er með háa og skörðótta tinda, en infæddir kalla borgina oft KK, borgin var áður þekkt sem Jesselton og er höfuðborg Sabahs. Ódýr flug og flugmiðar til Malaysíu á www.t2t.is
Kuala Lumpur
Það er jákvæð upplifun að heimsækja höfuðborg Malaysiu, Kuala Lumpur sem í daglegu tali er kölluð KL. Hér finnur maður blöndu af hinu gamla og nýja Mörg hundruð ára gömul fyrirmannleg hús frá nýlendu tímabilinu og háhýsi byggð úr stál og gleri standa við hliðina á kínverskum hofum og fallegum...
Kuala Terengganu
Það tekur aðeins 45 mín að fljúga frá Kuala Lumpur til Terangganu. Hér finnur þú ódýr hótel og huggulega bungalows við ströndina og allsstaðar finnur þú fyrir afslöppuðu andrúmslofti innanum frábæra náttúru og spennandi dýralíf. Öruggir og ódýrir flugmiðar alla leið frá Keflavík til Malaysíu á www.t2t.is
Cherating og Kuantan
Á austurstönd Malaysiu finnur þú hinn hefðbundna og litríka fiskismábæ, Cherating þar sem lífið gengur sinn rólega vanagang. Ódýr gisting, góðir matsölustaðir og afslappað andrúmsloft hefur gert bæinn vinsælan...
Kuching
Velkomin! Kuching er án efa þægilegasta og áhugaverðasta borg á eyjunni Borneo í Malaysiu. Hér eru falleg græn svæði og vinalegt fólk sem alltaf er tilbúið að aðstoða. Áhugaverðustu staðirnir eru allir í göngufæri svo hér er óþarfi að taka leigubíl eða ferðast um í rútu...
Langkawi
Langkawi eyjarnar liggja á milli Thailands og Malaysíu. Eyjarnar eru á milli 99 og 104 og fer það eftir sjávarföllunum hve margar eyjur sjást. Það er aðeins búið á fjórum af eyjunum og eru ekki margir sem búa á þremur af þessum fjórum eyjum.
Pangkor
Pankor eyjarnar eru við Vesturströnd Malaysiu, stutt sigling frá bænum Lumut. Þessar ævintýralegu eyjar með gylltum ströndum, kristaltærum sjó og frískum andvara eru meðal bestu eyja Malaysiu. Eyjarnar eru nær eingöngu fiskimanna samfélag en voru áður vinsæll griðarstaður fyrir sjómenn...
Penang
Ein vinsælasta eyja Malaysíu er Penang eyja sem er við vesturströnd Malaysiu og aðeins 45 mín flug frá Kuala Lumpur. Georgetown liggur á austurstönd eyjunnar og er höfuðborgin sem geymir spennandi sögu og menningu frá nýlendutímabilinu...
Redang eyjar
Redang er í Marine Park Sanctuary og er algjör paradís fyrir kóral- og sóldýrkendur. Eyjan er 25 km2 og er sú stærsta. Á austurhluta eyjunnar eru margir litlir flóar með snjóhvítum sandströndum eins og perlur á snúru, en á vesturhluta eyjunnar er meira ósnert náttúra með þéttum gróðri og bröttum...
Sandakan
Á norðurströnd Sabahs á eyjunni Borneo er strandbærinn Sandakan sem er tilvalinn staður fyrir ferðir útfyrir bæinn. Hér er ótrúlega flott dýralíf sem inniheldur, orangutanger, hafskjaldbörkur, sjaldgjæfa nefapa, fíla og mikið og fjölbreytt fuglalíf.
Tioman eyjar
Pulau Tioman eða Tioman Island er stærsta eyjan við austur ströndina og er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þessi frábæra eyja er bæði fyrir þá sem óska eftir afþeyingum og upplifunum sem og þá sem óska eftir að slappa af á hvítum sandströndum eyjunnar...
