Flugmiðar og ferðir til Laos
Að ferðast til Laos er upplifun fyrir lífið, landið var lokað fyrir ferðamenn fram til ársins 1990 svo ferðamannastraumurinn hefur ekki enn náð tökum á landinu. Maður fær á tilfinninguna að maður sé kominn mörg ár aftur í tímann á ferð sinni um Laos. Stórfljótið Mekong flýtur ígegnum stórfenglegt landslagið og er höfuðborgin Vientiane staðsett við fljótið.
Í höfuðborginni er áhugavert að upplifa Buddha Park og Patuxai Monument, einnig er stórkostlegt að upplifa Plain of Jars sem er á norð- austur hluta Laos, margar spurningar vakna um þessar undarlegu steinkrukkur sem eru á víð og dreif á sléttunum við Xieng Khouang. Laos geymir einnig Khmer hof rústir frá 8-11 hundruð sem minna svolítið á Ankor Wat í Cambodíu.
Luang Prabang
Hér er gimsteinn Indokína, Luang Prabang kom á lista UNESCO árið 1995 vegna hinna mörgu Buddha hofa, ásamt stórkostlegri náttúru og einstöku andrúmslofti. Luang Prabang er umvafin fljótunum Mekong og Nam Khan og var Mekong fljótið eina samgönguæðin við umheiminn hér áður fyrr.
Vientiane
Vientiane er minnsta höfuðborg í Asíu sem liggur meðfram Mekong fljótinu og hýsir rúmlega 750.000 íbúa. Í borginni eru margir áhugaverðir staðir eins og That Luang Pagoden, Wat Phra og Wat Sisakat sem er elsta hof í borginni og hýsir meira en 6.800 buddastyttur.
