Austur Asia  >  Kína  >  Xian

Ferðir og flugmiðar til Xian

Terracotta herinn í Xian er einn merkasti fornminjafundur síðustu aldar og skipa hinir rúmlega 7.000 terracotta hermenn sem allir eru í venjulegri stærð stóran sess i sögu Kína. Það var Qin Shi Huang keisrari sem fyrirskipaði verkefnið fyrir meira en 2000 árum og áttu hermennirnir að vernda hinn óttaslegna keisara í næsta lífi. Það var síðan fyrst árið 1974 að bóndi frá svæðinu uppgötvaði þennan merka fund af algjörri tilviljun þegar hann var að grafa fyrir brunni á ökrunum.

Terracottaherinn er staðsettur c.a. 35 km austur af borginni Xian við fljótið Li Shan og er á heimsminja lista UNESCO.

En borgin Xian sem var höfuðborg Kína í mörg þúsund ár býður uppá fleira en terracotta herinn, miðborgin er t.d. umvafin hinum gamla Ming borgarmúr og hingað komu kaupmenn með silki, krydd, list og trú um hinn langa og hættulega veg, Silkiveginn. Einnig er spennandi að heimsækja Múslíma hverfið í Xian og þar finnur þú einnig hina stórkostlegu mosku sem er ein af elstu og stærstu islam moskum í Kína.

shade