Austur Asia  >  Kína  >  Shanghai

Flugmiðar og ferðir til Shanghai

Shanghai ber einnig gælunafnið ”Drottning Austurlanda”  Shanghai er heimsborg og fjölmennasta  borg landsins og er einnig flaggskip Kína hvað varðar nútímann og mikilvægasta menningar, iðnaðar og atvinnu miðstöð í Kína.
Shanghai er því ekki fyrir þá sem vilja upplifa hið forna Kína. Borgin ber merki um efnahagslega þróun sem landið hefur farið í gegnum. Þar til fyrir 20 árum síðan gat maður frá breskum nýlendubyggingum sem voru niður við Huangpu fljótið horft yfir til hrísgrjóna akra á hinum bakkanum. Núna horfir maður í staðinn á þrjár af þeim hæstu byggingum í heimi þar sem mest er áberandi hinn sérstaki sjónvarpsturn.
Shanghai er einnig verslunar mekka sérstaklega meðfram hinni 5 km. löngu göngugötu Nanjing Road sem nær alveg niður að The Bund. Við mælum auk þess með að þið notið eina kvöldstund í að sjá stórkostlega fimleikasýningu og síðan „The Bund by night“ með allri sinni ljósadýrð.
Hér færð þú örugglega upplifun sem er öðruvísi en þú átt að venjast. Ef maður ætti að lýsa Shanghai í einu orði yrði það stórkostlegt!

 

 

shade