Ferðir og flugmiðar til Guangzhou

Í suðaustur hluta Kína er borgin Guangzhou sem er mikil verslunarborg og einnig 3ja stærsta borgin í Kína. Borgin er staðsett við fljótið Pearl River, c.a. 120 km norð-norðvestur af Hong Kong og 145 km norður af borginni Macau. Canton eða Guangzhou eins og borgin heitir í dag geymir jafn gamla verslunarsögu eins og borgin Shanghai en hér er andrúmsloftið allt annað en í norðurhluta Kína. Hér er töluð Guangshou sem er nær óskiljanleg fyrir fólk frá norðurhluta Kína þar sem töluð er mandarin.

Í borginni Guangzhou er m.a. áhugavert að skoða Five Ram Statue í garðinum Yuexiu Park sem er stærsti garður í miðbæ Guangzhou. Svo eru fjöllin White Cloud Mountain sem eru meðal fallegustu svæða við borgina en fjöllin eru staðsett 17 km norður af borginni. Canton Tower er einnig áhugavert og spennandi að skoða, turninn er 600 m hár og er staðsettur í Haizhu hverfinu í Guangzhou. Frá toppi turnsins er frábært útsýni yfir borgina og þar er einnig frábær veitingastaður.

 

 

 

shade