Austur Asia  >  Kína  >  Chengdu

Ferðir og flugmiðar til Chengdu

Borgin Chengdu er stórborg í Sichuan héraðinu í vesturhluta Kína. Þó svo að borgin sé milljónaborg þá  er hún samt þekkt fyrir rólegt og afslappað andrúmsloft með mikla menningu og marga spennandi staði. Svæðið í kringum borgina er mjög gróskumikið og fallegt og er borgin einnig oft kölluð „Landið sem flítur með mjólk og hunang“ en fljótið Funan rennur í gegnum borgina og var mikil bátaumferð á fljótinu fram til ársins 1960. Af áhugaverðum stöðum í borginni er m.a. Wenshuhofið sem geymir þúsund ára gamla menningu og trú Kína.

Hofið á rætur að rekja til Tang ættarinnar og hér finnur þú meira en 450 Bhudda styttur ásamt öðrum ómetanlegum helgum minjum. Hér er einnig huggulegt Tehús þar sem íbúar svæðisins hittast, drekka te, spjalla saman, prjóna og slappa af.

Rétt fyrir utan borgina finnur þú stærsta Panda friðsvæði í heimi. Hér kemst þú mjög nálægt rúmlega 60 pandabjörnum sem er ein af þeim dýrategundum sem eru í mestri útrýmingarhættu. Það er hægt að fara í margar spennandi sérferðir frá borginni Chengdu.

shade