Austur Asia  >  Kína  >  Beijing

Ferðir og flugmiðar til Beijing

Það eru fáar borgir í heiminum sem geta státað af eins mikilli sögu og áhugaverðum stöðum eins og höfuðborg Kína, Beijing. Hin gamla keisaraborg hefur farið í gegnum miklar endurbætur á stuttum tíma og í dag er borgin nútímaleg stórborg sem býður uppá mikið af möguleikum fyrir ferðamenn.
Í gamla bæjarhlutanum, hutong hverfinu hafa verið byggðar fallegar íbúðir og lítil falleg hótel. Það hafa einnig átt sér stað miklar breytingar hvað varðar menningu, þið getið upplifað hverfið  „798“ þar sem búið er að breyta gömlum og úreltum  verksmiðju byggingum í flott gallerí fyrir nútíma list.
Arkitektúr bæjarins breyttist einnig mikið fyrir Ólympíuleikana 2008, m.a. með byggingum eins og fuglshreiðrið.
Auðvitað er Kína múrinn, Forboðna borgin og Himna hofið staðsett þar sem þau hafa alltaf verið, en þessir stórkostlegu staðir eru nú flottari en nokkru sinni fyrr eftir að hafa farið ígegnum miklar endurbætur.

Áhugaverðir staðir og byggingar í Beijing

Það er mikið að skoða og margir áhugaverðir og spennandi staðir í Beijing eins og t.d. Torg hins himneska friðar, Jingshan garðurinn, OL borgin (2008) og 798 art District listasafnið. En svo eru einnig hinir áhugaverðu og sögulegu staðir sem maður verður að heimsækja og upplifa.
 
Kína múrinn
Wanli Changcheng er nafnið á þessum áhugaverða stað sem dregur að þúsundir ferðamanna og er Kínamúrinn talinn vera eitt af 7 undrum veraldar. Byrjað var að byggja múrinn á 5. Árh.f.Kr. og í fyrstu umferð voru aðeins byggðir turnar með góðu útsýni. Í kringum árið 220 f.Kr. þegar fyrsti keisari Kína var við völd var byggður múr á milli þessara turna og var aðal ástæðan sú að halda hestum og mongólskum hirðingjum frá ríkinu. Það var síðan fyrst um 1600 að múrinn tók á sig þá mynd sem við þekkjum og sá hluti er heimsóttur í dag. Frá Beijing er hægt að komast að múrnum á fleiri stöðum. Rúmlega 70 km frá Beijing liggur borgin Badaling þar sem hægt er að skoða múrinn og hér er frábært útsýni þar sem maður sér hvernig múrinn bylgjast í gegnum landslagið, en hér er einnig krökt af ferðamönnum allan daginn. Borgin Mutianyu liggur 120 km frá Beijing og þar eru færri ferðamenn og einnig mjög fallegt útsýni.

Forboðna Borgin
Keisarahöllin, Gugong í Beijing var stjórnarsetur í nær 500 ár. Þar var aðsetur fyrir 24 keisara, keisarainjur og keisaralegar ástmeyjar. Höllin var byggð undir stjórn Ming konungsættarinnar á árunum 1368-1644 og var notuð af Qing konungsættinni árin 1644-1912. Allur aðgangur fyrir almenning var stranglega bannaður og þess vegna er höllin þekkt  sem Hin Forboðna Borg.

Sumarhöllin
Sumarhöllin er staðsett í norðvestur hluta Beijing c.a. 10 km frá miðbænum. Aðalbyggingin á svæðinu er höllin sem stendur fyrir kærleika mannsins og langt líf. Sumarhöllin og svæðið í kring sem er undurfagurt varð strax að menningarlegum status í Kína og er einstakt dæmi um stórkostlega garða keisaranna sem hefur mikla þýðingu og er á margan hátt þungamiðjan í Kínveskri menningu.

Ming grafirnar
Ming grafirnar eru staðsettar rúmlega 40 km frá Beijing þar sem 13 af 16 Ming keisurum hafa fengið jarðneska hvíld. Það eru sérstaklega tvær af þessum 13 gröfum sem dregur ferðamenn að. Chang Ling er grafleitur fyrir Yongle sem var 3ji keisari Ming ættarinnar og dó árið 1424. Hans gröf er sú fyrsta í röðinni og einnig sú stærsta. Svo er gröf Ding Ling sem var 13. Keisari ættarinnar og hans gröf var opnuð fyrir ferðamenn árið 1959. Hans gröf er sú eina sem er grafin upp.

Matarmenning og verslun í Beijing
Hér er möguleiki á að prófa nýja og framandi rétti og endilega smakka á Peking önd sem er ljúffengur matur í Beijing. Þú getur valið á milli margra spennandi staða en prófið t.d. Da Dong Roast Duck þar sem þið getið keypt önd eða Chuan Ban sem er vinsæll kínverskur veitingastaður.
Hvað varðar verslun þá eru einnig margir spennandi möguleikar í boði og hér er hægt að láta sauma á sig föt fyrir lítinn pening. Svo er bæði silkimarkaðurinn og perlumarkaðurinn sem gaman er að upplifa. Á Xidan svæðinu eru margir markaðir og mikið af verslunum og í Bainaohui/buynow Compurter Shopping mall er hægt að versla allskonar rafmagnsvörur.

 

shade