Flug og flugmiðar til Kína

Það hefur margt verið sagt og skrifað um Kína í gegnum árin. Augu alheimsins hvíla stöðugt á þessu feyki stóra landi sem húsar tæplega 1,4 milljarð íbúa sem búa á svæði sem er ca. 110 sinnum stærra en Ísland. Kína er stærsta ríki Austur Asíu og það fjórða stærsta í heiminum eða 9.640.821 km2. Aðeins Rússland, Canada og USA eru stærri.

Landslagið í Kína er mjög fjölbreitt, í austri meðfram ströndinni við Gula Hafið og Austur kínverska Hafið eru miklar sléttur en í vestur hluta Kína eru aftur á móti stórbrotnar fjallakeðjur meðal annars Himalaya og hæsta fjall Kína, Mount Everest. En hér eru einnig eiðimerkur eins og Taklamakan og Gobi. Í landflæminu Kína eru einnig mörg stórfljót eins og Huang He, Yangtze, Xiang og Mekong.

Kína er á allan hátt frábært ferða land og upplifanirnar eru margar, bæði hvað varðar ódauðleg einkenni keisaratímans en einnig það að ganga um götur Beijings í fólks mergðinni eða sjá/upplifa hina fallegu náttúru í Yunnan- og Guangxi héruðunum. Kínamúrinn, Terrakotta herinn, Torg hins himneska friðar, Forboðna borgin, Yangtze fljótið sem er þekkt fyrir gljúfrin þrú og  Sumarhöllin eru allt sögulegir og ógleymanlegir staðir sem þarf að upplifa. Ekki má heldur gleyma te menningu kínverja og er upplagt að kíkja við á einu af tehúsunum borgarinnar og smakka mismunandi te

Kína býður einng uppá mekka hvað varðar verslunarmöguleika,  þú getur verslað allt og meira til bæði egta vörur og eftirlíkingar og á mörkuðunum úir og grúir af öllu mögulegu innanum mikinn fólksfjölda ásamt framandi hljóðum og lykt sem hangir í loftinu. Perlumarkaðurinn er spennandi markaður með ótrúlegt úrval af perlum og svo er gaman að fara í garðana og upplifa stemninguna sem þar ríkir og sjá m.a. kínverja iðka tai-chi.

Ticket2Travel.is finnur lág flugverð og flugleiðir til allra borga sem flogið er til um allt Kína

 

Beijing
Beijing

Það eru fáar borgir í heiminum sem geta státað af eins mikilli sögu og áhugaverðum stöðum eins og höfuðborg Kína, Beijing. Hin gamla keisaraborg hefur farið í gegnum miklar endurbætur á stuttum tíma og í dag er borgin nútímaleg stórborg sem býður uppá mikið af möguleikum fyrir ferðamenn.

Chengdu
Chengdu

Borgin Chengdu er stórborg í Sichuan héraðinu í vesturhluta Kína. Þó svo að borgin sé milljónaborg þá  er hún samt þekkt fyrir rólegt og afslappað andrúmsloft með mikla menningu og marga spennandi staði. Svæðið í kringum borgina er mjög gróskumikið og fallegt og er borgin einnig oft kölluð

Guangzhou
Guangzhou

Í suðaustur hluta Kína er borgin Guangzhou sem er mikil verslunarborg og einnig 3ja stærsta borgin í Kína. Borgin er staðsett við fljótið Pearl River, c.a. 120 km norð-norðvestur af Hong Kong og 145 km norður af borginni Macau. Canton eða Guangzhou eins og borgin heitir í dag...

Guilin
Guilin

Svæðið í kringum borgina Guilin er virkilega fallegt og sérstakt, líkist einna helst mynd á póstkorti. Hér eru stórir og ævintýralegir kalksteinsklettar sem skaga hátt uppúr annars frekar flötu landslagi og sem gera landslagið einnig mjög óraunverulegt.

Shanghai
Shanghai

Shanghai ber einnig gælunafnið ”Drottning Austurlanda”  Shanghai er heimsborg og fjölmennasta  borg landsins og er einnig flaggskip Kína hvað varðar nútímann og mikilvægasta menningar, iðnaðar og atvinnu miðstöð í Kína.

Xian
Xian

Terracotta herinn í Xian er einn merkasti fornminjafundur síðustu aldar og skipa hinir rúmlega 7.000 terracotta hermenn sem allir eru í venjulegri stærð stóran sess i sögu Kína. Það var Qin Shi Huang keisrari sem fyrirskipaði verkefnið fyrir meira en 2000 árum og áttu hermennirnir...

shade