Austur Asia  >  Japan  >  Tókýó

Flug og flugmiðar til Tókíó

Tokyo er höfuðborg Japans og er staðsett á eyjunni Honshu, borgin er topp hátísku stórborg, þetta er borgin sem aldrei sefur og er Tokyo oft kölluð New York Asíu. Hér er bæði nýtt og gamalt, hið hefðbundna með hinu nýtískulega og háhýsi og blikkandi auglýsingaskilti innanum  fallega græna garða og hof.

Hér er því bæði margt að sjá og upplifa. Eins og keisarahöllina í Tokyo þó svo að maður fái ekki leyfi til að fara inn í höllina þá er garðurinn fyrir utan yndislega fallegur, einnig er Ueno garðurinn sem er stórt grænt svæði með bæði tónlist og útstillingum af ýmsu tagi upplagður að heimsækja eftir að hafa skoðað sig um í Tokyo, þar er einnig Nationalmuseum Tokyo sem er elsta safn í Japan og geymir mikið af einstökum minja- og list gripum.

Tokyo Tower er 333 m hár turn með einstakt útsýni yfir borgina og svæðið í kring og ekki má gleyma að Tokyo er algjört verslunarparadís, hér eru stór verslunarmoll með allt það nýjasta í tísku. Svo er upplagt að upplifa og smakka á sushi, horfa á japanska sumo glímu og ef tími er til þá að skoða allavega eitt hof og er Kyoto sem er gamla höfuðborgin í Japan rétti staðurinn til að upplifa hið hefðbundna gamla Japan.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Tokyo

 

shade