Austur Asia  >  Japan  >  Okinawa

Flug og flugmiðar til Okinawa

Okinawa er aðaleyjan af mörgum eyjum sem liggja eins og perlur á snúru mörg hundruð kílómetra frá Japan. Okinawa er Japans Hawaii með hvítar sandstrendur, blágrænt haf, eistaklega falleg kóralrif og heittemprað loftslag, hér er sól og hiti allt árið. Stemningin á eyjunum er einnig allt önnur og meira afslapppandi en í Japan og menningin er mikil og einstök. Eyjarnar hafa verið sjálfstæðar sem og undir stjórn Kína og Ameríku og sjást þess greynilega merki en eyjabúar hafa verið og eru algjörlega sínir eigin.

Nú eru eyjurnar hluti af Japan. Höfuðborgin Naha er á eyjunni Okinawa og þar búa ca. 320.000 íbúar. Íþróttin Karate er m.a. einkennandi fyrir menningu eyjanna sérstaklega bæinn Ryukyu og var myndin Karate Kit II tekin upp á Okinawa. Manzamo kletturinn sem líkist fílsrana svipað og í Vestmannaeyjum (sameiginlegt fyrir eyjarnar) er fallegt að upplifa og hið stóra Churaumi sædýrasafn sem er heimsins stærsta, er hægt að sjá heimsins stærsta fisk, hvalhákarlinn sem syndir innanum marga aðra litríka fiska.

shade