Flug og flugmiðar til Japans
Hátæknisamfélag og hefðir, blikkandi götuskilti og falleg japönsk náttúra. Andstæðurnar eru miklar en japanir lifa við þessar aðstæður í sátt og samlyndi. Höfuðborgin Tokyo er iðandi og spennandi stórborg og það er einstök upplifun að vera við stóru metróstöðvarnar á annartímum og upplifa fólksfjöldann sem fer hratt um án árekstra eins og eftir ákv. ósýnilegu kerfi. Það búa um 130 milljónir í Japan og þar af tæplega 40 milljónir manns í Tókýó
Eldfjallið Fuji er hæsta fjall Japans og helsta kennileiti, í kringum og við fjallið eru margar góðar gönguleiðir í fallegri náttúrunni. Borgin Kyoto var áður höfuðborg Japans og hér upplifir þú stórkostlegar hallir og hof eins og gyllta hofið, fallega zen garða og kirsuberjatré sem eru stórkostleg þegar þau eru í blómum á vorin og svo gömlu keisarahöllina þar sem keisarinn bjó fram til 1868.
Japan heitir á Japönsku Nippon eða Nihon. Japan er eyríki og stærst eyjan heitir Hokkaidó en talið er að það séu um 3000 eyjar sem tilheyra Japan og eyjaklasinn teygir sig yfir 1000 km.
Ticket2Travel.is finnur lág flugverð og flugleiðir með öllum flugfélögum sem flúga til og frá Japan.
Hiroshima
Við Íslendingar þekkjum til borgarinnar Hiroshima vegna dapurlegs hlutverk borgin hafði í seinni heimstyrjöldinni. Það var hér sem Bandaríkjamenn köstuðu fyrstu kjarnorku spengjunni í mannkynnnssögunni yfir stórborg og það bitnaði á íbúm borgarinnar
Okinawa
Okinawa er aðaleyjan af mörgum eyjum sem liggja eins og perlur á snúru mörg hundruð kílómetra frá Japan. Okinawa er Japans Hawaii með hvítar sandstrendur, blágrænt haf, eistaklega falleg kóralrif og heittemprað loftslag, hér er sól og hiti allt árið
Osaka
Osaka er næst mikilvægasta borg í Japan á eftir Tokyo og var hér áður fyrr mikilvægasta fjármálamiðstöð landsins. Borgin er full af lífi og spennandi starfsemi bæði dag og nótt og það er stórkostlegt að upplifa hvernig hraðbrautirnar fléttast út og inn á milli stórra byggingaverka
Tokyo
Tokyo er höfuðborg Japans og er staðsett á eyjunni Honshu, borgin er topp hátísku stórborg, þetta er borgin sem aldrei sefur og er Tokyo oft kölluð New York Asíu. Hér er bæði nýtt og gamalt, hið hefðbundna með hinu nýtískulega og háhýsi og blikkandi auglýsingaskilti innanum fallega græna garða og hof.
