Ferðir til Yogyakarta
Menningarmiðja eyjunnar Java er að finna í Yogyakarta sem er virkilega spennandi bær og dregur að marga ferðamenn, hér má finna gamlar hefðir sem íbúarnir eru stoltir af eins og batik, silfursmíði, keramik, tónlist og drama. Í gamla borgarhlutanum sem er frá 1700 er áhugavert að skoða Yogyakarta Sultan Palace – sem einnig er kallað Kraton, þetta er rúmlega 250 ára gamalt hallarsvæði og í dag býr þar 10. sóldán og fjölskylda hans. Einnig er gaman að heimsækja verksmiðju þar sem þið getið upplifað hina fornu iðn batik en það eru mest konur sem framleiða falleg efni með hjálp af vaxi sem vandvirknislega er sett á efnið. Það er einnig mjög áhugavert að fara frá Yogyakarta og skoða tvær mikilvægustu perlur svæðisins, hinar stórkostlegu fornminjar Borobudur og Prambanan sem eru stutt frá Yogyokarta.
Borobudur er heimsins stærsta buddiska musteris-samstaða, staðsett 42 km norðvestur af Yogyokarta og er bæði ævintýraleg og leyndardómsfull. Umhverfið í kring og stærð musteranna er alveg stórkostlegt. Borobudur var byggt árið 775 e. Kr. féll síðan í gleymskunnar dá þar til 1815 en það var fyrst endurbyggt árið 1973 af UNESCO og kostaði 25 milljonir dollars og það tók 700 manns sem unnu 6 daga vikunnar í 10 ár að byggja, lagfæra, skrásetja, mynda og hreynsa hina mörg þúsund steinblokkir.
Prambanan er einnig stórkostleg hinduisk hofsamstæða sem er staðsett tæplega 20 km frá Yogyokarta. Öll hofin á Prambanan svæðinu voru byggð á árunum 800 – 1.000. og var hofsamstaðan endurbyggð og tilbúin árið 1993. Stærsta hofið meistaraverk sem er tileinkað Siva er einnig kallað Loro Jonggrang sem er algengt nafn og oft notað fyrir allar byggingarnar.
