Ferðir og flugmiðar til Surakarta - Solo

Konungsbærinn Surakarta eða Solo er staðsettur miðsvæðis á eyjunni Java og er elsti konungsbær eyjunnar. Bærinn er m.a. þekktur fyrir batik og menninguna sem er á eyjunni Java. Hér er frábær tekstíl markaður Pasar Kleever sem er bakvið hina stóru mosku. Batik er ævagömul list á Java og var áður fyrr ætlað konungsfjölskyldunni en nú er batik fjöldaframleitt og er selt á mörkuðum fyrir heimamenn og ferðamenn. Mynstur og litir eru mysmunandi frá einu héraði til annars og gæðin eru einnig mismunandi. Bæirnir Solo og Yogya eru helsut batikbæirnir á Java.

Konungshöllin Kraton Surakarta sem var byggð árið 1745 er spennandi safn sem hægt er að heimsækja. Síðan er hægt að ferðast um á „becak“ sem er þríhjól með vagni og er mjög vinsælt farartæki meðal innfæddra og sést um allt á götunum. Svo er svæðið í kringum bæinn virkilega fallegt og býður uppá margar spennandi upplifanir og fallegar gönguleiðir um græna dali sem liggja að hofum og fossum.

Ticket2Travel.is leitar að bestu flugverðum og flugtengingum hjá öllum flugfélögum sem flúga til Indónesíu
 

 

shade