Flug og flugmiðar til Lombok

Lombok er þekkt fyrir einstakar og fallegar strendur, en eyjan hefur uppá margt annað að bjóða. Lombok, sem er aðeins 35 km austur frá Bali, er að mörgu leiti öðruvísi en eyjan Bali. Menningin, fólkið og náttúran er allt öðruvísi á Lombok og er því tilvalið að ferðast um þessar 2 eyjar. Það er auðveldlega hægt að ferðast á milli þessara 2ja indónesisku eyja með flugi eða bát.
Á norður hluta Lombok eru áberandi há fjöll umvafin gróskumiklum regnskógi. Þriðja hæsta fjall Indónesiu er hið virka eldfjall Rinjani. Á milli fjallanna í norðri og fjallagarðs í suðri er 25 km breitt og gróskumikið belti. Hér býr stærsti hluti íbúanna á Lombok. Hinar miklu andstæður á Lombok gera eyjuna að spennandi ferðastað og upplifanir eins og hindu- og budda siðir, gróskumiklir regnskógar, eyðimerkulegar sléttur og ekki má gleyma hinum fallegu hvítu ströndum, verða minningar sem gleymast seint.Lombok er þekkt fyrir einstakar og fallegar strendur, en eyjan hefur uppá margt annað að bjóða. Lombok, sem er aðeins 35 km austur frá Bali, er að mörgu leiti öðruvísi en eyjan Bali. Menningin, fólkið og náttúran er allt öðruvísi á Lombok og er því tilvalið að ferðast um þessar 2 eyjar. Það er auðveldlega hægt að ferðast á milli þessara 2ja indónesisku eyja með flugi eða bát.
Á norður hluta Lombok eru áberandi há fjöll umvafin gróskumiklum regnskógi. Þriðja hæsta fjall Indónesiu er hið virka eldfjall Rinjani. Á milli fjallanna í norðri og fjallagarðs í suðri er 25 km breitt og gróskumikið belti. Hér býr stærsti hluti íbúanna á Lombok. Hinar miklu andstæður á Lombok gera eyjuna að spennandi ferðastað og upplifanir eins og hindu- og budda siðir, gróskumiklir regnskógar, eyðimerkulegar sléttur og ekki má gleyma hinum fallegu hvítu ströndum, verða minningar sem gleymast seint.

Strandsvæðið Senggigi
Strandsvæðið Senggigi er fyrir norðan Ampenen og er ca. 10 km langt. Svæðið samanstendur af mörgum litlum vogskornum ströndum og er vinsælasta svæðið í Lombok. Í Senggigi er bland af verslunum, góðum veitingastöðum og börum. Þetta friðsæla svæði býður upp á nokkrar af bestu sandströndum Indónesíu, þar sem dökkur sandurinn ber vitni um fyrrum eldfjallavirkni. Svæðið er tilvalið til skoðunarferða að upplifa fjöllin í norðri, eldfjallið Mt. Rinjani, Sasak smábæjina og ekki má gleyma Gili eyjunum. Sólarlagið yfir Lombok stræti og hin miklu fjöll Bali við sjóndeildarhringinn er einnig einstök upplifun.

Gili eyjarnar
Gili eyjarnar samanstanda af 3 litlum, flötum eyjum með fallegum hvítum sandströndum og vaggandi pálmatrjám. Í kringum eyjarnar eru falleg kóralrif með risa-kræklingum og kóralfiskum í mismunandi blæbrigðum. Eyjarnar eru tilvalinn staður fyrir sóldýrkendur og það er möguleiki bæði að kafa og grunnkafa beint út af ströndinni.
Á eyjunum er bannað að hafa önnur farartæki en hestvagna og hjól, sem gerir það að verkum að hér er mjög rólegt. Gili Air er næst Lombok og Gili Trawangan sem hýsir ca. 800 íbúa er stærsta eyjan og sú eyja sem er mest heimsótt. Milli Gii Air og Gili Trawangan er eyjan Gili Meno sem er minnst heimsótt.
Það tekur 15 mín með hraðbát frá Bangsai til Gili eyjanna. Þið getið einnig farið með fiskibát frá Senggigi Beach og silgt meðfram ströndinni. Sú ferð tekur 1 ½ tíma.

shade