Flug og flugmiðar til Jakarta

Eyjan Java er miðpunktur Indónesíu og á þessari löngu og litlu eyju búa 136 milljón manns. Þrátt fyrir fólksfjöldann sem slær flest öll met á jörðinni er Java þess virði að heimsækja. Eyjan Java er gríðalega frjósöm og falleg og það er næstum því sama hvar maður er á Java allstaðar eru ríkjandi, blágráar útlínur fjallanna. Hér eru 121 eldfjall og það hæsta er rúmlega 3000 m. En það er ekki aðeins náttúran sem dregur ferðamenn til eyjunnar.
Íbúar Java halda við gömlum hefðum og segja frá gömlum dramatískum sögum í gegnum tónlist, dans, drama og brúðuleikhús. Mikilvægustu byggingar Indónesíu eru einnig á Java. Heimsókn til Borobudur og Prambanan má ekki láta eftir liggja.

Höfuðborgin Jakarta
Í höfuðborginni Jakarta sem er stærsta borg í Indónesíu, búa 9,5 milljón manns. Borgin er staðsett á norðvestur hluta á eyjunni Java og er borgin bæði spennandi og iðandi af lífi en einnig óhrein og óskipulögð og hér upplifir maður mikinn mun á þeim fátæku og ríku. Í miðborg Jakarta er að finna National Monument og gamla hlutann af Jakarta, Batavia ásamt forsetahöllinni, hótelum og verslunum. Vestur hluti Jakarta geymir m.a. Chinatown ásamt söfnum og verslunarmollum og á síðustu 10 árum hefur verið byggt mikið af háhýsum, hótelum og verlunuamollum í Jakarta.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Jakarta

shade