Flug og Flugmiðar til Denpasar - Bali

Það eru margar skýringar á því af hverju  Bali varð fyrir valinu af meira en 13.000 eyjum, sem ferðaeyja númer eitt. Rammarnir eru fullkomnir – loftslagið er þægilegt, sólin gjafmild, náttúran ótrúlega falleg og menningin er bæði mikil og spennandi.  En það sem gerir Bali svona einstakt er hin eina og sanna sál og lífsgleði Balíbúa.
Íbúar Bali eru brosmildt og opið fólk og þrátt fyrir mikla aukningu ferðamanna til eyjunnar þá hafa íbúarnir hæfileikann til að varðveita bæði menningu og grundvallar lífsviðhorf. Eiginleiki sem hægt er að rekja að hluta til hinduisma. Fyrir utan trúna á marga og mismunandi hinduiska guði, þar sem Sanghyang Widhi er mestur, þá lifa balíbúar með þá andatrú að hvert tré og hver steinn sé með sína einstöku sál. Einnig er trúin á líf eftir dauðann mikilvægur þáttur í lífsviðhorfi balíbúa og vonin eftir betra lífi eftir lífið á jörðinni, þá reyna balíbúar að lifa í góðu  jafnvægi við sjálfan sig og umhverfið.
Sá sem heimsækir Bali upplifir trúna bæði sem afslappaðan og frjálsan hluta  af lífi balíbúa, sem og við hátíðleg tækifæri og  skrúðgöngur. Af öllum þeim fjöldamörgu hofum sem er að finna á Balí er hægt að nefna Besakih hofið sem er stærsti helgidómur og „móður“ hofið fyrir alla eyjuna og svo hið fallega hof við sjóinn Tanah Lot sem fallegt er að njóta við sólalag. Suður hluti Balí er miðpunktur fyrir ferðamenn og flest öll hótelin eru í strandbæjunum – Kuta, Sanur og Nusa Dua. En bæirnir Siminayak, Tanjung Benoa, Lovina og Pemuteran eu einnig spennandi staðir að heimsækja.

Sanur
Sanur liggur á suðaustur horni Bali og er einn vinsælasti ferðamannabær eyjunnar. Umhverfið í Sanur er algjör andstæða við iðandi mannlífið í Kuta – jafnvel öldugangurinn er minni í Sanur – staðreynd sem dregið hefur að sér fjölskyldur jafnt sem aðra sem koma ekki til þess að skemmta sér langt fram á nóttu. Aðalgatan er friðsæl með mikið úrval af spennandi veitingarstöðum, þar sem gestum gefst kostur á að bragða hinn fjölbreitta mat sem Bali hefur upp á að bjóða. Hvað strandlengjuna varðar er sannleikurinn sá að strendurnar eru ekki allar jafn góðar á þessum 6 kmkafla. Suðurendinn hjá Sanur er án efa sá lang besti. Hér virkar kóralrifið sem öldubrjótur og vermdar ströndina fyrir öldum hafsins. Þegar byrjar að skyggja og litrík ljósin á veitingastöðunum verða kveikt lifnar ströndin og aðalgatan við  á ný þegar byrjað er að grilla nýveiddan fisk og aðra gómsæta rétti sem erta bragðlaukana. Götusa larnir á Sanur fara ekki framhjá manni. Þeir eru út um allt og bjóða allskonar varning til sölu.

Ubud
Í fallegu umhverfi á mið hálendi Bali, með bylgjandi fljótum, djúpum dölum og ljósgrænum hrísökrum finnur maður stemninguna sem mörgum finnst vera hin sanna sál Bali. Það er einnig hér sem hefðum og siðum er haldið við af öllu hjarta. Í Ubud og nágreni er alltaf hátíðar stemming sem krefst skrúðgöngu. Það er hægt að heimsækja Ubud og nánasta umhverfi á einum degi frá strand-umhverfinu í suðri en ef þið viljið upplifa töfra umhverfisins þá mælium við með 2-3 gistingum á staðnum.
Síðan 1930 hefur bærinn verið menningarmiðja Bali. Hér hafa listamenn fra öllum heiminum fundið samastað  fyrir list sína og hið fallega umhverfi er ótæmandi brunnur fyrir mismunandi hugmyndir listamanna. En reyndar er hægt að líkja landslanginu umhverfis Ubud við listaverk, sem maður tekur best eftir við að fara í göngu- eða hjólaferð.

Candi Dasa
Eftir 2ja tíma keyrslu meðfram ströndinni kemur maður að austasta hluta Bali, Karangasen. Á þessu frábæra svæði liggur strandbærinn Candidasa, þar sem litríkir fiskibátar í svörtum sandinum lokka fleiri og fleiri ferðamenn að. En hvorki fallegar strendurnar né rauðglóandi sólarlagið jafnast á við eldfjallið Mount Agung sem er algjörlega hápunktur umhverfisins. Fjallahringurinn umhverfis eldfjallið Agung sem er 3.142 metra hátt er stórkostleg sjón og býður upp á skemmtilegar gönguferðir. Heimsækið einnig smábæjina og hofin sem eru á svæðinu.

Lovina
Frá flugvellinum er ca. 4 tíma keyrsla að norðurströnd Bali en þar er annað mjög vinsælt strandsvæði. Ströndin er 7 km. löng með svart gljáandi sandi, mjúkum öldum og smá bæjum sem gerir það að verkum að margir ferðamenn dragast að þessu svæði.  
Litlir bambus kofar eru í skugga kókospálmanna og nýveiddan fisk er hægt að smakka á hinum ýmsu veitingastöðum við ströndina. Snemma á morgnana er mikið líf á ströndinni. Bátar í mismunandi stærðum keppast um ferðamennina til að fara út að sigla og sjá höfrunga, sem er eitt  af einkennum staðarins. Öldurnar við Lovina eru ekki góðar fyrir brimbretta notkun en sólarlagið í Lovina er alveg jafn fallegt og heillandi og á Kuta.

Legian og Seminyak
Norður af Kuta eru strendurnar Legian og Seminyak. Seminyak ströndin er þekkt fyrir að vera róleg og afslappandi og er góður kostur frá vinsælu ströndunum í Sanur. Seminyak er 10-15 mín. frá Kuta. Í Legian og Seminyak eru margir góðir veitingastaðir og huggulegir  barir og gæðin á hótelunum bera vitni um aðra viðskiptavini en þá sem eru í Kuta. Suður af Kuta er eitt af okkar vinsælu svæðum, litla, dýra Jimbaran Beach.

Kuta
Kuta er vinsælasta ferðamanna ströndin á Bali. Breið sandströndin við Kuta er ca. 8 km. löng og er með þeim allra bestu á Bali. Hingað koma brimbretta áhugamenn alls staðar að til að renna á stórum öldunum og er ströndin því bæði lífleg og litrík. Hér nýtur fólk þess einnig að liggja í sólabaði, að fljúga með dreka og svo eru götusalar um allt. Síðdegis eru mjög margir sem laðast að Kuta ströndinni til að njóta glóandi sólarlagsins. Kuta er þekkt fyrir margar verslanir, góða veitingastaði og mikið næturlíf og höfðar því vel til þeirra sem vilja fjör og mikið líf. Sumir vilja meina að það geti verið erfitt að finna Hina Balisku “sál” meðal fjölda ferðamanna, en eitt er víst, manni leiðist ekki í Kuta.

Tanjung Benoa og Nusa Dua
Þegar maður keyrir í gegnum hliðið að 5 stjörnu hótelunum við Nusa Dua ströndina, þá upplifir maður dýrasta og flottasta svæðið á Bali, þar sem alþjóðavæðing er allt annar heimur en aðrir staðir á Bali. Verðlagið hér er þó nokkuð hærra en annars staðar, en hér fræð þú tilboð um ógrynni af afþreyingarmöguleikum. Hér eru margir golfvellir, bestu möguleikar á að sigla á seglbrettum, kafa, synda og slappa af við eina af bestu ströndum Bali í algjörum lúksus. Það lítur allt öðruvísi út á tanganum hjá Tanjung Benoa, fyrir norðan Nusa Dua, þar sem smábærinn Benoa er.
Bærinn er bland af mörgum menningarheimum með kínversku hofi, mosku og hinduísku hofi. Á strandveginum milli Nusa Dua og Benoa er að finna röð af góðum hótelum, sem hafa varðveitt fallegan balískan byggingarstíl með lágum húsum eða bungalows.Tanjung Benoa er fjölskylduvænn staður á rólegu svæði.

Þú getur keypt flugmiða alla leið frá Íslandi til Balí, setur inn kóðan DPS sem stendur fyrir Denpasar.

Ticket2Travel.is selur eingöngu flugmiða þar sem töskur eru inn ritaðar alla leið, sama hvað það eru margar millilendingar.

Allir flugvellir eru með lámarks tengitíma þar sem flugvöllurinn og þjónustufyrirtæki ábyrgast það gagnvart flugfélögum að farangur og fólk komist á milli flugvéla.

Flugbókunarkerfið okkar hjá Ticket2Travel.is er stillt þannig að það koma ekki upp flug sem eru innan við lámarks tengitíma hvers flugvallar fyrir sig, þess vegna erum við 100% neytendavæn flugbókunar síða.

Ef það verða seinkanir á flugi þannig að farþegar missa af tengiflugi, sér viðkomandi flugfélag um gesti okkar þeim að kostnaðarlausu. Bóka þá í næsta mögulega flug en ef það er ekki fyrr en daginn eftir sér flugfélagið gestum okkar fyrir gistingu, fæði og keyrslu frá flugvelli á hótel og í flug daginn eftir.

Tengitímar á flugvöllum geta verið mjög misjafnir, dæmi í Kastrup í Kaupmannahöfn er lámarks tengitími 25 mín, í London innan sama Terminal er hann 55 mín, en í Keflavík er hann 45 mín.

 

shade