Flug og flugmiðar til Indónesíu

Þúsundir hitabeltiseyja baðaðar í sól í Kyrrahafinu, Indverska hafinu og suður Kínverska hafinu eiga það sameiginlegt að tilheyra Indónesíu sem er eitt það mest spennandi og töfrandi land í heimi. 6000 af eyjunum eru óbyggðar og 2 af eyjunum Borneo og Sumatra eru á meðal 5 stærstu eyja heims. Eyjur eins og Java, Kalimantan, Sumatra, Bali, Lombok og Gili eyjarnar eru frábærir ferðamannastaðir og hér er mikið af framandi upplifunum. Sem ferðamaður upplifir maður mjög fjölbreitt og fallegt landslag eins og: blágráar útlínur fjallanna, fallega græna hrísakra, himinblá vötn, frábærar hvítar sandstrendur, stórkostleg kóralrif, ósnerta regnskóga ásamt vinalegum og brosmildum íbúum.
Að kafa og snorkla á þessu svæði er algjör paradís, upplifa falleg kóralrif, litríka og sérkennilega fiska og jafnvel skjaldbökur. Síðan má ekki gleyma mörkuðunum sem er skemmtileg upplifun, hér er  mikil litadýrð, fólksfjöldi og spennandi hlutir í vef og batik sem og fallega handunnir trémunir.
Íbúar Indónesíu bjóða ykkur velkomin á Þjóðartungumálinu, Bahasa „Selamat Datang“

Staðreyndir um Indónesíu:
Frá vesturhorni Indósesíu við Aceh á Sumatra til Papua-Ny Guinea í austri eru meira en 5000 km. Nyrsti staður landsins er ca. 200 km frá syðstu eyjunni. Íbúar Indónesíu eru um 240 milljónir þar sem 2/3 íbúanna búa á eyjunni Java sem er miðpunktur fyrir stjórnar- og hagkerfi landsins.
Í Indónesíu eru meira en 300 mismunandi hópar sem tala meira en 500 tungumál eða mállýskur.  Þjóðartungumálið er Bahasa Indónesíska. Í Indónesíu eru 3 tímabelti, Vestur hluti landsins (Sumatra, Java vestasti og mið hluti  Kalimantan) eru 6 tímum á undan skandinavískum tíma, Bali og mið Indónesía (suður og austur hluti Kalimantan, Sulawesi og Nusa Tenggara) eru 7 tímum á undan og Irian Java og Molukkerne eru 8 tímum á undan.
Stærsti hluti Indónesíu er með regntímabil sem byrjar í nóvember-desember og varir til apríl. En þó eru mörg svæði sem víkja frá og eru með annað veðurfar. Það sem kalla má stabílt er hitinn sem er yfirleitt frá 27-33 gráður við hafið en er breytilegur til eða frá um ca. 6 gráður þegar maður fer hærra upp í landslagið.
Í Indónesíu búa flestir íbúar sem eru múslímatrúar, fyrir utan Balí sem er að mestu buddhisk/hinduisk. Trúarbrögðin eru þó breytileg frá hinduiskum buddhisma til ortodoks islam; frá kristni til animisme (trúin á að allir hlutir eru með sál)

Ef þú ætlar til Balí þá flýgur þú til Denpasar kóðin er DEN

Bali - Denpasar
Bali - Denpasar

Það eru margar skýringar á því af hverju  Bali varð fyrir valinu af meira en 13.000 eyjum, sem ferðaeyja númer eitt. Rammarnir eru fullkomnir – loftslagið er þægilegt, sólin gjafmild, náttúran ótrúlega falleg og menningin er bæði mikil og spennandi. 

Ende
Ende

Florens er virkilega falleg eyja og ein af þeim stærstu í eyjaklasanum Nusa Tenggara í austur Indónesíu. Eyjan er ca. 375 km löng og íbúatal er um 1.5 milljónir. Um 85% íbúanna eru kaþólikkar, en   það eru samt margar hefðir og siðir hjá þeim sem er spennandi að upplifa.

Jakarta
Jakarta

Eyjan Java er miðpunktur Indónesíu og er eyjan ótrúlega frjósöm og falleg. Hér eru 121 eldfjall og það hæsta er rúmlega 3000 m. Það er næstum því sama hvar maður er á Java allstaðar eru ríkjandi blágráar útlínur fjallanna. 

Komondo - Labuan Bajo
Komondo - Labuan Bajo

Eyjan Komodo er þjóðgarður með miklu fjalllendi og bústaður fyrir stærsta skriðdýr jarðar, risaeðluna Komodo sem eyjan ber nafn sitt af. Í þjóðgarðinum eru um 3.000 eðlur og þær geta orðið allt að 60 ára gamlar og yfir 3. m að lengd.

Lombok - Mataram
Lombok - Mataram

Lombok er þekkt fyrir einstakar og fallegar strendur, en eyjan hefur uppá margt annað að bjóða. Lombok, sem er aðeins 35 km austur frá Bali, er að mörgu leiti öðruvísi en eyjan Bali. Menningin, fólkið og náttúran er allt öðruvísi á Lombok. Lombok er þekkt fyrir einstakar og fallegar strendur, en 

Medan - Sumatra
Medan - Sumatra

Ævintýraeyjan Sumatra er yndisleg upplifun, íbúarnir eru ótrúlega vinalegir og margt hægt að gera á eyjunni. Hér er t.d. hægt að slappa af á fallegum kóralströndum, farið í göngu um fallega náttúru, siglt um á stórum eldfjallavötnum, borðað gómsætan mat og drekka eitt af heimsins besta kaffi og te.

Surakarta - Solo City
Surakarta - Solo City

Konungsbærinn Surakarta eða Solo er staðsettur miðsvæðis á eyjunni Java og er elsti konungsbær eyjunnar. Bærinn er m.a. þekktur fyrir batik og menninguna sem er á eyjunni Java. Hér er frábær tekstíl markaður Pasar Kleever sem er

Java - Yogyakarta
Java - Yogyakarta

Menningarmiðja eyjunnar Java er að finna í Yogyakarta sem er virkilega spennandi bær og dregur að marga ferðamenn, hér má finna gamlar hefðir sem íbúarnir eru stoltir af eins og batik, silfursmíði, keramik, tónlist og drama. Í gamla borgarhlutanum sem er frá 1700 er áhugavert að skoða Yogyakarta Sultan Palace

shade