Flug og flugmiðar til Hong Kong

Hong Kong er spennandi land og er stórborgin oft kölluð „New York“ austursins, hér búa rúmlega 7 miljón manns í landi sem ekki er stærra en 1.104 km2. Hér eru frábærir verslunarmöguleikar í nýtísku verslunarhúsum og stórmörkuðum en götumarkaðir og næturmarkaðir eru einnig spennandi að upplifa og þar er hægt að versla allt sem hugurinn girnist. En Hong Kong býður uppá meira en verslanir  og há glerklædd skíjakljúfur í stórborginni. Hér eru um 260 eyjar sem margar hverjar eru óbyggðar en aðrar er gaman að heimsækja og upplifa lífið í litlum fiskismábæjum.

Meira en 75% af svæði Hong Kongs eru þjóðgarðar þar sem gaman er að ferðast um en í borginni finnast einnig fallegar náttúruperlur eins og Victoria Peak (Hong Kong Island) en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina og hafnarsvæðið þar sem alltaf er mikið um að vera. Heimsækið einnig Aberdeen Harbour sem er spennandi ferðamannastaður. Hér er mikið af fljótandi veitingastöðum í afslöppuðu umhverfi og verðið á sjávarréttum og öðru góðgæti er sanngjarnt.

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir, flugtíma, flugfélög og flugverð hjá öllum flugfélögum

shade