Ferðir og flugmiðar til Manila
Höfuðborgin Manila er á stærstu eyju eyjaklasans, Luzon. Að koma á höfuðborgasvæðið Manila með ca. 12 miljónir íbúa getur verið allt í bland, stórkostlegt, áhugavert, fráhrindandi og algjör ringulreið. Hér finnur þú mikinn mun á hinum ríku í hverfinu Makati og hinum fátæku t.d. í Paytas. Borgin er bland af spánskri, amerískri og austurlenskri menningu í nýtísku búningi.
Hér finnur þú bæði gamlar byggingar og kirkjur frá nýlendutíma spánverja og svo nýtísku háhýsi sem sýna gler og stál. Í miðborg Manila er Quiapo kirkjan sem hýsir helgistyttuna svarta Nazarene sem á að geta gert kraftaverk. Fyrir utan kirkjuna er mikið af sölubásum sem selja m.a. smáhluti sem eiga að hjálpa til að kraftaverkin geti orðið að veruleika eins og t.d. þurrkaðar jurtir, jurtameðul og verndargripir.
Svo er fróðlegt að skoða miðborgina Intramuros sem þýðir fyrir innan múrana og er ennþá hægt að skoða múrinn og hið stóra Fort Santiago og er byggingastíllinn með áhrif frá Spáni. Einnig er gaman og fallegt að skoða Rizal Park sem er þekktasti garður landsins.
