Ferðir og flugmiðar til Cebu

Eyjan Cebu er löng eyja sem nær yfir 196 km frá norðri til suðurs og er eyjan staðsett austur af Negros og vestur af Leyte og Bohol. Á eyjunni er stórborgin Cebu City sem einnig er þekkt sem „Queen City of the South“ og er borgin staðsett á austurhluta eyjunnar og er einnig elsta borg Filipseyja. Hér er mikið af verslunarmöguleikum, spennandi menning og næturlíf.

Stórkostleg kóralrif eru staðsett stutt frá ströndinni svo hér eru góðir möguleikar á að skoða lífið undir yfirborði sjávar. Einnig eru yndislega fallegar og hvítar sandstrendur á eyjunni þar sem er gott að slaka á við öldugjáfur og heiðbláan himinn eins og t.d. Tingko Beach í Alcoy, Santiago White Beach í Comotes Island og Dalaguete Beach Park.

 

shade