Ferðir og flugmiðar til Bohol Island

Stutt sigling frá Cebu og maður kemur í land í öðrum heimi, hér eru breiðar sandstrendur, himinblátt haf og vinalegt fólk sem tekur vel á móti þeim ferðamönnum sem hingað koma. Hér finnur þú einnig hina svokölluðu Chocolate Hills sem er vinsælt svæði meðal ferðamanna og mjög sérstök sjón þar sem sjá má mörg hundruð hóla sem eru þaktir grasi sem verður brúnleitt á þurrkatímabilinu og líkjast hólarnir þá einna helst súkkulaðitoppum.

Njóttu dvalarinnar á Bohol Island sem er afslappaður og rólegur staður, skoðaðu þig vel um því hér eru góðir möguleikar á að kafa, synda og sigla. Hér eru einnig margar gamlar katólskar kirkjur sem standa eins og minnisvarðar og minna á spönsk áhrif á eyjunni.

 

shade