Ferðir og flugmiðar til Filippseyja

Filippseyjar liggja í Suðaustur-Asíu fyrir sunnan Kína, fyrir norðaustan Borneó og rétt norðan við  miðbaug. Eyjarnar eru algjör eyja paradís sem innihalda margbreytilega náttúru eins og vaggandi pálmatré, hvítar sandstrendur, fallega kalksteinskletta, heita hafgolu og fagurblátt haf, fagurgræna hrísgrjónaakra í stöllum, spennandi frumskóga, mörg eldfjöll og vinalegt og gestfrítt fólk. Þetta hljómar næstum eins og paradís á jörðu og þar er faktískt ekki langt frá sannleikanum.

Filippseyjar er frábær ferðamannastaður með spennandi náttúru og rúmlega 7000 ævintýralegum eyjum sem gaman er að sigla á milli og upplifa þannig margar fallegar sandstrendur og hafa möguleika á að snorkla og kafa innanum frábært lífið í sjónum.

Höfuðborgin Manila er á stærstu eyjunni Luzon og þar er m.a. hið virka eldfjall Mayon sem er staðsett syðst á eyjunni en það hefur gosið margsinnis á undanförnum öldum, eyjarnar hýsa mörg virk eldfjöll. Norður af höfuðborginni er hægt að upplifa stórkostlega hrísgrjónaakra sem eru í tröppustöllum upp fjöllin og eru um 2000 ára gamlir og er það algjörlega ógleymanleg upplifun.

Bohol Island
Bohol Island

Stutt sigling frá Cebu og maður kemur í land í öðrum heimi, hér eru breiðar sandstrendur, himinblátt haf og vinalegt fólk sem tekur vel á móti þeim ferðamönnum sem hingað koma. Hér finnur þú einnig hina svokölluðu Chocolate Hills sem er vinsælt svæði meðal ferðamanna

Cebu
Cebu

Eyjan Cebu er löng eyja sem nær yfir 196 km frá norðri til suðurs og er eyjan staðsett austur af Negros og vestur af Leyte og Bohol. Cebu City er spennandi stórborg sem er staðsett í einum eindanum af eyjunni og í hinum endanum eru fallegar kóralstrendur

Manila
Manila

Höfuðborgin Manila er á stærstu eyju eyjaklasans, Luzon. Að koma á höfuðborgasvæðið Manila með ca. 12 miljónir íbúa getur verið allt í bland, stórkostlegt, áhugavert, fráhrindandi og algjör ringulreið. Hér finnur þú mikinn mun á hinum ríku í hverfinu Makati og hinum fátæku t.d. í Paytas.

shade