Ferðir og flugmiðar til Siam Reap

Siam Reap er huggulegur lítill bær sem auðvelt er að rata um, staðsettur báðum megin við fljótið Siam Reap og er upphafsstaður allra ferðamanna sem heimsækja hallarústirnar Angkor Wat sem liggja 10 km frá Siam Reap. En bærinn Siam Reap býður uppá meira en Angkor Wat. Í suðurhlutanum af bænum er markaðurinn Psar Chaa eða gamli markaðurinn og hér er mikið af veitingastöðum, búðum, börum  og gistiheimilum.
Hér sem og annarstaðar við ferðamannastaði er mikið af börnum  sem hlaupa um og selja minjagripi, bækur, póstkort og fl. Svo er áhugavert og fallegt að fara upp á  hið helga fjall Phnom Kulen og á Tonle Sap vatninu er ótrúleg fuglaparadís og hægt er að sigla á vatninu og stoppa við „Floating Village“ sem er bær þar sem heilu fjölskyldurnar búa í húsbátum.
Mikið af fólkinu eru flóttafólk frá Vietnam og hér er mikil fátækt en fólkið er vingjarnlegt og glatt.

Angkor Wat hofin
Angkor Wat hofsamstaðan er staðsett í norður Cambodíu nokkra km norður af bænum Siam Reap og ná yfir 60 km2 stórt svæði. Fyrsta hofið var byggt fyrir konung Suryavarman 2. í byrjun 12. aldar þegar Khmerríkið var við völd og er hægt að ímynda sér þann veldistíma, menningu og sögu sem var þá, þegar maður stendur andspanis þessum stórkostlegu og dulmögnuðu hofum.
Sum hofin er búið að lagfæra og standa þau tignarleg og flott og taka á móti manni en svo eru önnur hof sem eru umvafin leyndardómum og falla vel inn í frumskóginn. Jungel Tempel er eitt af þeim hofum þar sem ræturnar hafa vafið sig um hallarústirnar í gegnum mörghundruð ár. Síðan er hitinn sem getur farið upp í 35 gráður og umhverfið allt, frumskógurinn með öllum dýrahljóðunum og náttúrulegri ró algjörlega einstök upplifun sem aldrei gleymist.

shade