Flug og flugmiðar til Phnom Penh

Phnom Penh er asísk stórborg sem er iðandi af lífi og er hún jafnframt höfuðborg Cambodíu. Borgin er  staðsett þar sem Mekong fljótið rennur saman við Tonle Sap og Bassac í suðurhluta Cambodiu. Í norðvestur af borginni er síðan hið heimsfræga Angkor Wat með stórkostlegar og framandi hallarústir í frumskóginum en í suðri finnur þú breiðar og hvítar sandstrendur við fallega blátt hafið. Við fljótin er mikið líf og hér er verslað með allt mögulegt en hinum megin við götuna finnur þú marga veitingastaði frá öllum þjóðernum. Ef farið er yfir brúnna Chroy Changvar  þá eru þar einnig veitingastaðir í öllum stærðum og gerðum og öllum verðflokkum.

Hér er oft lifandi tónlist um helgar og á kvöldin er hér mikið líf, svo eru margir spennandi markaðir eins og t.d. Phsar Thom Thmei og Phsar Tuol Tom Pong.
Ef þú ert í Phnom Peng þá er svæði í kringum konungshöllina algjörlega þess virði að upplifa. Það er enginn aðgangur inn í sjálfa höllina en hægt er að skoða Silfurhofið þar sem gólfið er silfurklætt og er ein af gull Buddha styttunum er þakin demöntum. Svo er bæði fræðandi og framandi að upplifa og heimsækja eitt af hofum borgarinnar eins og t.d. Wat Moha Montrei, Wat Phnom eða Wat Unnalom þar sem þú finnur mikla ró og reikelsisilm og í Wat Unnalom búa um 800 munkar sem eru frekar opnir og auðvelt er að tala við á ensku.

En borgin geymir einnig hrikalega og blóðuga fortíð og er hægt að heimsækja Killing Fields sem er staðsett 15 km frá Phnom Penh eða safnið Tuol Sleng sem er miðsvæðis í borginni. Þessir staðir eru átakanlegir en ef maður vill reyna að skilja og fræðast um fortíð íbúanna þá kemstu mjög nærri hrikalegri fortíðinni á þessum stöðum. En sem betur fer heyrir þessi myrka tíð sögunni til og íbúar landsins líta björtum augum á framtíðina.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum til og frá Phnom Penh

shade