Flug og flugmiðar til Kambódíu

Að ferðast til Kambodíu er upplifun fyrir lífið og sögulega séð er Kambodía eitt mest spennandi land í Asíu. Hér upplifir þú stórkostleg hof og musteri, regnskóga og stór fljót, há fjöll og hrísgrjóna akra, stórkostlegar framandi strendur og einstaka menningu.
En hér finnur þú einnig blóðuga og hrykalega fortíð landsins þegar Rauðu khmerarnir voru við völd á árunum 1975 - 1979.

Stærsta aðdráttaraflið er hið stórkostlega og mikla undur Ankor Wat með mörg hundruð ára gömlum og mikilfenglegum hallarústum í frumskóginum sem ná yfir gríðalega stórt svæði.

Ankor Wat er eitt af 7 undrum veraldar og er á heimsminjalista UNESCO. Höfuðborg Kambodíu, Phnom Penh og borgin Siam Reap sem er hliðið að Ankor Wat, þarf að upplifa.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir með öllum flugfélögum til og frá Kambódíu.

Phnom Penh
Phnom Penh

Phnom Penh er asísk stórborg sem er iðandi af lífi og er hún jafnframt höfuðborg Cambodíu. Borgin er  staðsett þar sem Mekong fljótið rennur saman við Tonle Sap og Bassac í suðurhluta Cambodiu. Í norðvestur af borginni er síðan hið heimsfræga Angkor Wat

Siem Reap
Siem Reap

Siam Reap er huggulegur lítill bær sem auðvelt er að rata um, staðsettur báðum megin við fljótið Siam Reap og er upphafsstaður allra ferðamanna sem heimsækja hallarústirnar Angkor Wat sem liggja 10 km frá Siam Reap. En bærinn Siam Reap býður uppá meira en Angkor Wat.

shade